Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6
FORSÍÐUEFNI • BANKASTJÓRAR Í LONDON
Hugtakið „gamalgróinn breskur banki“ hljómar kannski frekar glæsilega en húsnæði Singer & Friedlander bankans
stendur ekki alveg undir slíkum hugrenninga-
tengslum. Singer bankinn er í eigu Kaupþings
banka og Kristín Pétursdóttir, aðstoðarfor-
stjóri Singer & Friedlander, getur heldur ekki
leynt tilhlökkun sinni yfir því að í júní mun
bankinn flytja í nýuppgert og nútímalegt glæsi-
húsnæði við Regent Street og þá sameinast
annarri starfsemi Kaupþings í London. Þessi
eftirvænting eftir nýju húsnæði snýst ekki
um flottræfilshátt heldur um það að Kaup-
þingsandinn, sem glæðast á í gamla bank-
anum, felst í opnu og björtu rými.
Rótgróinn banki fær snerpu Kaupþings
Þegar Kristín flutti út til London í sumarlok í
fyrra var það til að taka við starfi er fólst í því
að samræma innviði bankans. Henni var síðan
nýlega boðið starf sem aðstoðarforstjóri. Sem
slík er hún ásamt Ármanni Þorvaldssyni for-
stjóra að vinna við að breyta þessum gamla
banka í nútíma fjármálafyrirtæki.
Þau Kristín og Ármann eru einu Íslending-
arnir sem vinna í Singer-bankanum og verk-
sviðið, sem þau skipta með sér, er að breyta
og endurskipuleggja innra starf Singers. Þetta
er eitt af stærstu verkefnum sinnar tegundar,
sem nokkurt íslenskt fyrirtæki hefur ráðist í,
og því margir sem munu hafa áhuga á að fylgj-
ast með framvindunni.
Fyrrum landsliðskona í handknattleik
Í íslenska fjármálaheiminum fer orð af Krist-
ínu fyrir að vera atkvæðamikil og skelegg og
frami hennar innan Kaupþings er í samræmi
SNERPA KAUPÞINGS
LÖGUÐ AÐ SINGER & FRIEDLANDER
Kristín Pétursdóttur, aðstoðarfor-
stjóri Singer & Friedlander, fyrir
framan anddyri bankans í London.
Bankinn flytur í nýtt húsnæði og
sameinast Kaupþingi í júní.