Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.02.2006, Qupperneq 31
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 31 D A G B Ó K I N 20. febrúar Eins og fuglinn Fönix Berlingske Tidende sagði frá því að tekjur dönsku verslunarinnar Illum hefðu aukist um 14% í jan- úar frá sama mánuði í fyrra og að verslunin væri nú að rísa úr öskustónni, eins og fuglinn Fönix eftir margra ára taprekstur. Illum er í eigu Baugs Group. 21. febrúar Bjarni með 80 milljónir í árslaun og hlunnindi Í ársreikningi Íslandsbanka (núna Glitnis) kom fram að Bjarni Ármannsson, forstjóri bankans, hefði fengið 80 milljónir króna í laun og hlunnindi á síðasta ári. 22. febrúar Exista og Síminn með 38% í Kögun Eftir tvenn kaup í febrúar voru Exista og Síminn komin með 38% í Kögun og voru rétt undir mörk- unum um yfir- tökuskyldu. Sím- inn keypti tæpan 27% eignarhlut snemma í febrúar og Exista kom svo í kjölfarið og keypti 11% hlut. Þriðji stærsti hluthafinn í Kögun var Teton, með 8,6% hlut, en það félag er í eigu Gunn- laugs Sigmundssonar, forstjóra Kögunar, og stjórnarmannanna Arnar Karlssonar og Vilhjálms Þorsteinssonar. Teton og aðaleigendur þess áttu ásamt starfsmönnum Kög- unar nær 18% hlut í félaginu. Straumur-Burðarás átti 8,4% og Iða fjárfesting 6,8% hlut. Ljóst er að Síminn og Kögun ætluðu að vinna nánar saman eftir þessi kaup á sviði fjarskipta og upplýs- ingatækni. Þess má geta að Exista er stærsti eigandinn í Símanum með tæpan 44% hlut. Í samstæðu Kögunar eru dótturfélögin Verk- og kerfis- fræðistofan, Kögurnes, Ax hug- búnaðarhús, Hugur, Landsteinar Strengur, Skýrr, Teymi, Opin Kerfi Group Holding ehf. og Hands ASA. 22. febrúar Olsen, Olsen vegna Fitch Velta má því fyrir sér hvort danskir blaðamenn séu að fara á taugum yfir fjárfestingum Íslendinga í Danmörku. Þegar Berlingske Tidende fjallaði um til- kynningu alþjóðlega matsfyrirtæk- isins Fitch Ratings um lánshæfi íslenska ríkisins, sagði blaðamað- urinn Lars Olsen að lánstraust Íslands á alþjóðavettvangi væri brátt á þrotum. Þess má geta að inntakið í skýrslu Fitch Ratings var að of mikið mæddi á Seðla- banka Íslands einum í baráttunni við verðbólgu og hvatti fyrirtækið íslenska ríkið til að draga úr fram- kvæmdum til að minnka þenslu. En útkoman hjá Lars þessum varð eiginlega Olsen, Olsen; láns- traust Íslands brátt á þrotum. 23. febrúar Fitch og bankarnir Þrátt fyrir að alþjóða mats- fyrirtækið Fitch Ratings breytti horfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæða þá metur fyrirtækið horfur á lánshæfismati íslensku bankanna vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt stöðugar. Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch staðfesti allar lánshæfis- matseinkunnir íslensku bank- anna eins og þær voru fyrir. Lánshæfismatseinkunnir íslensku bankanna eru eftirfarandi: Kaup- þing banki, Landsbanki og Íslandsbanki fá allir sömu ein- kunnir - til langs tíma A, skamm- tíma F1, fjárhagslegur styrk- leiki B/C og horfur stöðugar. Straumur Burðarás fær til langs tíma BBB (BBB mínus), skamm- tíma F3. 25. febrúar Pálmi heldur í Iceland Express Þegar fréttir bárust um það snemma í febrúar að til stæði að skrá Icelandair í Kauphöllina til að selja hluta af því og fá nýja meðeigendur komu fljótlega fram fréttir um að Pálmi Haraldsson, annar eigenda Fons, vildi hætta við að selja Fons. Sú hefur orðið raunin. Það hefur verið tekið úr sölumeðferð og verður því áfram í eigu Fons. Ástæðan er sú að Pálmi telur ekki um hags- munaárekstra að ræða þegar FL Group verður aðeins einn margra eigenda að Icelandair Group, en Fons er hlut- hafi í FL Group. Iceland Express er skilgreint sem einn helsti keppinautur Icelandair. 27. febrúar 79 milljarðar eru ekkert vandamál Dagsbrún skortir ekki fé ef marka má viðtal norska dag- blaðsins Dagens Næringsliv við Gunnar Smára Egilsson, forstjóra Dagsbrúnar. Hann segir að Orkla Media hafi gott af því að fá nýja eigendur, enda hafi hann þá til- finningu eftir fund með fólki frá Orkla Media að það hefði ekki áhuga á að leiða félagið áfram. Hefur blaðið eftir Gunnari Smára að Dagsbrún hafi meiri áhuga á dönskum fjölmiðlum í eigu Orkla Media en norskum og að fjár- mögnunin 79 milljarðar íslenskra króna væri ekkert vandamál fyrir Dagsbrún. Bjarni Ármannsson. Erlendur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Exista. 24. febrúar MOODY’S EKKI Í TAKT VIÐ FITCH Morgunblaðið sagði frá því að alþjóðamatsfyrirtækið Moody´s gæfi ríkissjóði Íslands einkunnina AAA sem væri hæsta einkunn fyrirtækisins. Í samtali við Kristin Lindow, sérfræðing hjá Moody´s, kom fram að fyrirtækið hefði alls ekki séð ástæðu til að breyta horfum á lánshæfismati ríkissjóðs. Enda væru skuldir ríkissjóðs mjög litlar og hann vel í stakk búinn að mæta hugsan- legum skakkaföllum. Pálmi Haraldsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.