Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 40
KYNNING40 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6
Lykilorðin í samskiptalausnum nútímans eru samhæfð samskipti - og í forystusveitinni í slíkri innleiðingu hér á landi er fyrirtækið Sensa ehf., sem er sérfræðifyrirtæki
á sviði IP-samskiptalausna. Fyrirtæki og stofnanir taka nú í
auknum mæli upp nýja tækni í samskiptum þar sem hljóð,
mynd og gagnasamskipti hafa runnið saman í eina öfluga heild
og Sensa sérhæfir sig í að finna lausnir í takt við óskir hvers
viðskiptavinar. IP-samskiptalausnir eiga meðal annars við um
IP-símkerfi, fjarfunda- og myndsímakerfi, netvirki, öryggismál,
netstjórnun og efnisveitu neta. Sensa hefur innleitt þessar
lausnir í mörgum fyrirtækjum, stórum sem meðalstórum, og
það er sífellt að koma betur í ljós hve vel þær gagnast fyrir-
tækjum sem starfa á breiðum grundvelli heima og erlendis.
Í hópi viðskiptavina Sensa eru mörg af stærstu og fram-
sæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins.
Sensa hefur hlotið vottunina „IP Communication Speci-
alization“ sem er ítarlegasta vottunin í Cisco-símalausnum.
Í þessu felst að starfsmenn Sensa uppfylla ítrustu kröfur um
þekkingu til að hanna, innleiða og viðhalda stórum sem minni
gerðum af IP-símkerfum frá Cisco Systems. Sensa er eina fyr-
irtækið hér á landi sem hefur hlotnast þessi vottun. Með vott-
uninni endurspeglast sú áhersla sem Sensa leggur á IP-sam-
skiptalausnir og að tryggja viðskiptavinum góðar og arðsamar
lausnir með gæðaþjónustu.
Samhæfð samskipti
eru nauðsynleg
fyrirtækjum nútímans
TEXTI: HILMAR KARLSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON ofl.
Sensa er sérfræðifyrirtæki á sviði IP-samskiptalausna
Elfa Ágústsdóttir á fjarfundi frá aðalstöðvum Sensa.