Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 48

Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 Lögmanna Laugardal sem er lögmannsstofa Karls Georgs. Fjár- málaeftirlitið hefur haldið því fram að tilteknir kaupendur stofnfjár virðist ekki hafa reitt fram greiðslur í tengslum við kaup þeirra. Þá blandast dótturfélag Baugs Group, A. Holding, inn í þetta magnaða SPH-mál þar sem það fjármagnaði kaup á bréfum með því að leggja 1,9 milljarða inn á reikning Lögmanna Laugardal - í þeim tilgangi að ávaxta sitt pund. Björn fékk 84 milljóna starfslokasamn- ing Eitt fyrsta verk nýrrar stjórnar í fyrravor var að segja upp nýráðnum sparisjóðs- stjóra, Birna Inga Sveinssyni, fyrrum borg- arverkfræðingi. Björn hafði gegnt starfinu í aðeins fjóra mánuði og það kostaði sitt að losna við hann. Starfs- lokasamningurinn við Björn Inga kostaði sparisjóðinn 84 milljónir. Magnús Ægir Magnússon var ráðinn sparisjóðsstjóri í hans stað og stýrir núna sparisjóðnum. Sparisjóður Hafnarfjarðar er næst- stærsti sparisjóður landsins. Þrátt fyrir þessa stærð hafa verið mjög fáir stofnfjáraðilar; 45 lengst af. En tveir fulltrúar bæjarins, sem sátu í stjórninni, Ingvar Viktorsson og Gissur Guðmundsson, bættust við fyrir tveimur árum og þar með urðu stofnfjáreigendur 47 talsins. Núna eru þeir hins vegar 31. Fjármáleftirlitið og ríkislögreglustjóri Allt frá því að stjórnarbyltingin í Spari- sjóði Hafnarfjarðar var gerð í fyrravor hefur Fjármálaeftirlitið (FME) rannsakað viðskipti með stofnfjárbréf í aðdraganda aðalfundarins í þeim tilgangi að kanna hvort þar hafi myndast „virkur eignar- hlutur“ stofnfjáreigenda fyrir aðalfundinn í fyrravor. Harka færðist svo í leikinn í byrjun þessa árs þegar efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra hóf rannsókn á viðskiptunum með stofnfjárbréfin að beiðni Fjármálaeftirlitsins. Virkur meirihluti í 40 ár? Ásökunum Fjármálaeftirlitsins um „virkan eignarhlut“ hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem stóðu að áhlaupinu í fyrravor. Þeir hafa sagt sem svo; að fyrst Fjármálaeftirlitið líti svona á málið - þá skuli það líta sér nær, því þá hafi stjórn SPH undir stjórn Matthí- F R É T T A S K Ý R I N G - S P A R I S J Ó Ð U R H A F N A R F J A R Ð A R Hæstaréttarlögmennirnir Karl Georg Sveinbjörnsson og Sigurður G. Guð- jónsson hafa haft milligöngu um viðskipti með stóran hluta stofnfjár- bréfa í SPH og hafa greiðslurnar runnið í gegnum fjárvörslureikninga lögmannsstofu Karls Georgs. Þau hljóta að hafa verið þungstíg sporin hans Matthíasar Á Mathiesen, fyrrum ráðherra og alþingismanns og formanns stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar til 40 ára, þegar hann yfirgaf aðalfund sparisjóðsins 20. apríl í fyrra. Nýr meirihluti var tekinn við völdum, hallarbylting orðin staðreynd. Matthías og félagar höfðu barist til þrautar. En þegar upp var staðið lá niður- staðan fyrir: Listi fráfarandi stjórnar, A-listi, hlaut þar 22 atkvæði en B-listi, undir for- ystu Páls Pálssonar, framkvæmdastjóra í Firði - verslunarmiðstöð, hlaut 23 atkvæði og sigraði. Stofnfjáraðilar voru 47 talsins, einn skilaði auðu og einn stofnfjáraðili mætti ekki á fundinn, það var hinn kunni athafnamaður, Helgi Vilhjálmsson, jafnan kenndur við Góu. Sólarhring fyrr höfðu Páll Pálsson for- ystumaður B-lista og Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi og skráður stofnfjár- eigandi frá A-lista, og Bjarni Þórðarson, varaformaður stjórnar, fundað til að kanna möguleika á að bjóða fram sameiginlegan lista. Niðurstaða af þeim fundi var skýr: engir samningar. Aðalfundurinn var harðvítugur eins og þeir vita sem hann fengu að sitja og stóð í fimm klukkustundir. Kjósa þurfti um alla hluti, t.d. um það hvort aðstoðarmönnum, þ.m.t. lögmönnum, sem ekki voru á lista yfir ábyrgðarmenn/skráða eigendur stofn- fjárbréfa, skyldi heimil seta á fundinum. Sú heimild var loks samþykkt. Þá hafa andstæðingar Matthíasar sagt að hann hafi gleymt að leggja listann fram þremur dögum fyrir fundinn og listinn hafi nánast verið settur saman á sjálfum aðalfundinum. Hörð orð féllu úr herbúðum A-liðsins. Matthías gekk sjálfur á milli manna og reyndi að auka fylgið; koma saman auknum stuðningsmanna- lista við A-lista sitjandi stjórnar. B-listinn taldi sig hafa nálægt 33 atkvæðum. Þau reyndust 23 í kosn- ingunni. Eitt atkvæði felldi risann. Konung- dæmi féll á einum manni. Heimildamenn segja engan vafa leika á því að Páll Pálsson forystumaður B-listans, sem tók við stjórnarformennskunni í SPH eftir fundinn, hafi boðið skráðum eigendum stofnfjárbréfa að sjá um sölu bréfanna á tilteknu verði að því tilskildu að þeir styddu framboð B-listans á aðalfundinum í apríl 2005. ÞUNGSTÍG SPOR MATTHÍASAR Matthías Á. Mathiesen. Þungstíg spor af aðalfundinum í fyrra eftir formennsku í nær 40 ár. TEXTI: JÓNAS GUNNAR EINARSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.