Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6
Er verið að leggja SPH í einelti?
Rannsókn Fjármálaeftirlitsins hefur verið gagnrýnd með þeim
orðum að nánast sé verið að leggja SPH í einelti á meðan stórfelld
viðskipti í SPRON og Sparisjóði vélstjóra séu látin afskiptalaus.
Í stuttu máli: Að jafnræðisreglan, þ.e. að allir séu jafnir fyrir lög-
unum, sé því þverbrotin í þessu máli.
Í greinargerð, sem stjórn SPH sendi frá sér 13. janúar sl. í kjöl-
far þess að efnahagsbrotadeild lögreglunnar hóf rannsókn sína,
sagði: „Stofnfé SPRON var sett á opinn markað fyrir tveimur árum
og síðan þá hefur stofnfjáraðilum í sjóðnum
fækkað úr 1.105 í 808. Núna eiga 20 stærstu
stofnfjáreigendurnir í sjóðnum 62% af stofnfé
hans. Í byrjun þessa árs skiptu 8% af stofnfé
SPRON um eigendur í einu lagi. Kaupverðið
var 1.400 milljónir og var kaupandinn félag
að nafni Tuscon Partners Corporation. Þá má
nefna umfangsmikil kaup MP fjárfestingabanka
í Sparisjóði vélstjóra á síðustu vikum. Ekki er
að sjá að þessi miklu viðskipti með stofnfé hafi
sætt athugasemdum af hálfu Fjármálaeftirlits-
ins.“
Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki skapast „virkur meiri-
hluti“ við 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti. Í lög-
unum segir um sparisjóðina: „Þó er einstökum stofnfjáreigendum
aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara með meira
en 5% af heildaratkvæðamagni í sparisjóði, hvort sem yfirráð yfir
atkvæðisrétti byggjast á beinni eða óbeinni hlutdeild í stofnfé spari-
sjóðsins.“
Fjármálaeftirlitið: „Óbeinn“ virkur eignarhlutur
Eftir látlausa rannsókn í marga mánuði komst Fjármálaeftirlitið að
því um miðjan febrúar sl. að myndast hefði „óbeinn virkur meiri-
hluti“ tiltekinna aðila í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir aðalfundinn í
fyrra. Þessari niðurstöðu eftirlitsins hefur verið hafnað kröftuglega
af lögmönnum þeirra, sem þarna eiga hlut að máli, á þeirri for-
sendu að hugtakið „óbeinn virkur meirihluti“ finnist ekki í lögum
um sparisjóði.
Lögmennirnir tveir hafa gagnrýnt Fjármálaeftirlitið harðlega
fyrir þessa niðurstöðu og vænt það um klúður
og að hamast í málinu að ósekju.
Fjármálaeftirlitið tilkynnti stjórn spari-
sjóðsins þessa niðurstöðu sína daginn fyrir
aðalfund sparisjóðsins, 21. febrúar sl., og
óskaði raunar eftir því við hann þennan sama
dag að aðalfundinum yrði frestað. Við þeirri
ósk var ekki orðið af hálfu stjórnar SPH og
bar hún fyrir sig að beiðnin hefði komið allt
of seint komin fram, en Fjármálaeftirlitið
hafði verið látið vita af fundinum með tólf
daga fyrirvara og voru fyrstu viðbrögð þess að fá að eiga fulltrúa
á fundinum.
FME í nóvember: Stöðvið öll viðskipti
Í nóvember sl. hafði Fjármálaeftirlitið farið fram á það við stjórn
SPH að hún samþykkti engin frekari framsöl stofnfjárbréfa þar til
eftirlitið hefði lokið athugun sinni á því hvort myndast hefði „virkur
eignarhlutur“. Stjórnin varð ekki við þeirri beiðni, virti hana að
F R É T T A S K Ý R I N G - S P A R I S J Ó Ð U R H A F N A R F J A R Ð A R
Rannsókn Fjármálaeftirlitsins
hefur verið gagnrýnd með
þeim orðum að nánast sé
verið að leggja SPH í einelti
á meðan stórfelld viðskipti í
SPRON og Sparisjóði vélstjóra
séu látin afskiptalaus.
Verð stofnfjárbréfa í SPH hefur hækkað ævintýralega. Fyrir aðalfundinn í fyrra
var „uppreiknað nafnverð“ hvers stofnfjár-
bréfs innan við 176 þúsund krónur. Strax
eftir aðalfundinn í fyrra seldist hvert bréf á
20 milljónir. Núna selst það á 45 til 50 millj-
ónir króna. Það merkir að markaðsverð allra
93 stofnfjárbréfanna er um 4,2 milljarðar
króna en eigið fé SPH var um síðustu ára-
mót tæpir 3,8 milljarðar.
Nokkru fyrir aðalfundinn í apríl í fyrra lá
fyrir hugmynd að kaupverði stofnfjárbréfa og
vilyrði fyrir kaupum - og þá var þegar ljóst að
allir skráðir stofnfjáreigendur myndu hagnast
vel, hvernig sem leikurinn færi.
Stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru
93 talsins. Þau voru í eigu stofnfjáreigend-
anna 47 á aðalfundinum í fyrravor, en allir
stofnfjáreigendur að einum undanskildum
áttu þá tvö stofnfjárbréf. Núna eru stofnfjár-
eigendur 31 og flestir þeirra eru þekktir fjár-
festar eða fjárfestingafélög.
Fyrstu „frjálsu“ viðskiptin með stofnfjár-
bréfin eftir aðalfundinn voru á verðinu 20
milljónir króna bréfið. Fljótlega eftir aðalfund-
inn hækkaði verð hvers stofnfjárbréfs um 5
milljónir, í 25 milljónir króna. Áfram hélt svo
verð bréfanna að hækka. Núna er verð hvers
bréfs á bilinu 45 til 50 milljónir króna.
Það eru augljóslega breyttir tímar. Í
stjórnartíð Matthíasar Á. Mathiesen voru
viðskipti með stofnfjárbréf eingöngu á „upp-
reiknuðu nafnverði“. Það var komið upp
176 þús. krónur á bréf um síðustu áramót
og samtals var stofnféð allt uppreiknað um
16,4 milljónir króna. Eigið fé Sparisjóðs
Hafnarfjarðar um síðustu áramót var á hinn
bóginn tæpir 3,8 milljarðar króna.
Miðað við að markaðsverð stofnfjárbréfa
í SPH sé núna um 45 milljónir króna bréfið
þá er markaðsverð allra 93 bréfanna tæpir
4,2 milljarðar. Hafi flestir gömlu stofnfjáreig-
endanna selt bréfin sína á 20 til 25 milljónir
þá hefur umfang þeirra viðskipta verið í
kringum 2,0 milljarðar króna.
BREYTTIR TÍMAR:
STOFNFJÁRBRÉF ÚR 176 ÞÚS. Í 45 MILLJÓNIR