Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 55

Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 55 S P A R I S J Ó Ð U R H A F N A R F J A R Ð A R STOFNFJÁREIGENDUR 3. MARS 2006 Listi frá Sparisjóði Hafnarfjarðar, dagsettur 10. febrúar, sem birtur var í Morgunblaðinu 3. mars 2006. Fjöldi béfa er innan sviga. 1. Björn Þorri Viktorsson (4) 2. Bygg ehf. (4) 3. Eyjólfur Reynisson (2) 4. Fjárfest.félagið Vatnaskil ehf. (2) 5. Fjósaklettur ehf. (2) 6. Fons ehf. (4) 7. Guðmundur A. Birgisson (2) 8. Hagar ehf. (2) 9. Helgi Vilhjálmsson (2) 10. Hverfjall ehf. (2) 11. Ingólfur Flygenring (2) 12. Íslandsbanki hf. (4) 13. JP-fjárfestingar ehf. (1) 14. Karen Millen (4) 15. Kevin Stanford (4) 16. Fjárfest.félagið Klettur ehf. (2) 17. Matthías Á Mathiesen (2) 18. MP - fjárfestingabanki hf. (5) 19. Myllan - Brauð ehf. (4) 20. Páll Pálsson (2) 21. Raptor ehf. (2) 22. Saxhóll ehf. (4) 23. Sigurður Bollason ehf. (4) 24. Sigurður G. Guðjónsson (4) 25. Sjóvá Almennar hf. (4) 26. SGP - fjárfestingar ehf. (1) 27. Sparisjóður Kópavogs (SPK) (5) 28. SPV - fjárfestingar ehf. (5) 29. Trausti Ó. Lárusson (2) 30. Þórður Magnússon (2) 31. Magnús Ármann (Zilits.Inc.Lux) (4) Þeim hefur fækkað. Núna á 31 stofn- fjáreigandi stofnfjárbréfin 93 í Spari- sjóði Hafnarfjarðar. E f það er rétt að verðmæti stofnfjárbréfs sé komið í yfir 45 milljónir króna þá hef ég aldrei haft jafngóð laun á ævinni! Það þarf engan að undra þótt menn falli fyrir gylliboði um 20 milljónir fyrir bréf sem ekki gerir annað en liggja verðlaust niðri í skúffu!“ Þetta segir athafnamaðurinn Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, en hann er m.a. þekktur fyrir baráttu sína fyrir því að lífeyrissjóðirnir sameinist í átaki um að byggja hjúkrunarrými fyrir aldr- aða og fyrir það að liggja ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. Helgi mætti ekki á aðalfundinn 20. apríl í fyrra heldur sendi orðsendingu og boð- aði forföll en lýsti stuðningi við A-listann. Honum finnst gott að hafa ekki tekið þátt í átökunum: „Þetta var víst alveg óskaplegt rifrildi. Aldrei sést annað eins. Áður var skemmti- legt að sitja þessa fundi með gömlu mönn- unum, fá sér kaffi og kökusneið og kannski fletta einhverju, en þetta var allt í föstum skorðum og allt saman ákaflega gott fólk. Það ætti að vera búið að sæma Matthías og verðlauna fyrir allt hans mikla starf í þágu sparisjóðsins og bæjarins.“ Helgi telur að ný stjórn hefði strax átt að lýsa því yfir að næsta skref yrði það að fá verðmat á sparisjóðinn. Selja síðan í einu lagi og skipta andvirðinu milli skráðra stofnfjáreigenda eftir ótvíræðum heimildum í stað þess að standa að eigendaskiptum og verslun með stofnfjárbréf „bakdyramegin“, eins og hann orðar það. „En það að fá yfirlýsingu um mótfram- boð þremur sólarhringum fyrir aðalfund er úti í mýri á þessum rafvæddu tímum! Þeir hefðu átt að slíta fundi strax og hann byrj- aði og boða til annars fundar.“ Helgi rifjar upp sögu af bankaviðskiptum sínum, upphafi viðskipta sinna við Spari- sjóð Hafnarfjarðar og erfiðleik- ana við að fá lánsfé á árum áður. „Þegar ég var að byrja þá þurfti að skríða fyrir þeim sem útdeildu fjármagni til atvinnu- rekstrar. Beinlínis skríða eins og margir þekkja vel. Flestir sem reyndu áttu ekkert erindi í banka annað en vera vísað heim aftur.“ -En hvað ætlar hann að gera við sín stofn- fjárbréf í SPH? „Ég ætla að eiga þau áfram. Þetta getur ekki annað en hækkað! En það hefur verið hringt. Það er skemmtilegt að eiga góða vöru. En ef ég sel...“ Hér verður Helgi leyndardómsfullur. „...þá tek ég ekki þessa peninga fyrir sjálfan mig. Það er klárt! Ég ætla að gera svolítið fyrir þá.“ Hann vill ekki gefa upp hvað það er. -En hvernig telur hann þá að öllu því fólki yrði við, sem fallið hefur frá úr hópi fjögurra og kannski fleiri kynslóða ábyrgðarmanna, að komast að því að eignarhlutar og stofnfjárbréf í spari- sjóðnum gangi nú kaupum og sölum? „Það er ábyggilega hörkufundur í efra,“ segir Helgi og hlær hátt. „Og búinn að standa lengi! Allt þetta fólk hlýtur að vera búið að velta sér oft við og gráta upp úr gröfinni út af þessu. En ég segi það að ég hef alltaf litið á peninga sem hverja aðra vöru.“ -Er niðurstaðan, eins og hún blasir við þér núna ásættanleg? „Í ljósi upphafsins er þetta leiðinlegt mál! En sjálfsagt hefur verslun með bréfin hjálpað mörgum sem voru í vandræðum með þau og sinntu þessu lítið. Saga sparisjóðsins er orðin hundrað ára saga. Menn falla frá og misjafn sauður sem kemur í staðinn. Gömlu mennirnir hefðu átt að sjá um breytinguna. Það hefði verið best.“ „MENN FÉLLU FYRIR GYLLIBOÐUM“ HELGI VILHJÁLMSSON Í GÓU: Helgi Vilhjálmsson. FYRIR EFTIR VIÐTAL: JÓNAS GUNNAR EINARSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.