Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 67

Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 67
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 67 E llert Vigfússon, forstjóri Asíu- og Ameríkudeildar Icelandic Group, hefur ekki setið auðum höndum yfir ævina og á skemmti- legan feril að baki. Eftir mennta- skóla gekk hann í lögregluna. Ellert er einn af stofnendum Víkingasveitarinnar, hann hefur stundað sjóinn, kafað eftir ígulkerum og leikið handbolta með landsliðinu. Í dag höndlar hann með fisk og fiskaf- urðir í Asíu og Ameríku. Ellert er fæddur 10. júní 1955 í kjallaraíbúð í Mávahlíð 3 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Vigfús Tómasson og Kristín Val- gerður Ellertsdóttir, Vig- fús starfaði mestan hluta ævinnar sem framleiðslu- og sölustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands en Kristín annaðist heimilið. Um fimm ára aldur flutti hann ásamt foreldrum sínum og systur, Elínu Vigfúsdóttur, í Bústaða- hverfið þar sem hann ólst upp og gekk í skóla. Líkt og aðrir strákar í Bústaðahverf- inu æfði hann fótbolta með Víking en þegar leið á unglingsárin hætti hann í boltaí- þróttum um tíma. Að loknu skyldunámi fór hann í Menntaskólann við Tjörnina. Hinrik Morthens, skólafélagi Ellerts úr mennta- skóla, segir að eins og gengur og gerist hafi Ellert haft mismunandi áhuga á fögum og að þeir hafi eytt drjúgum tíma á gamla Billanum að spila upp á geim. „Þetta er járn- karl og hann hafði lítinn tíma fyrir skólann. Hann er afskaplega vel gefinn og ég held hreinlega að honum hafi þótt námið of auð- velt til að nenna að stunda það.“ Eftir stúdentspróf, árið 1975, lá leið Ell- erts í lögregluna, fyrst sem sumarmaður, en síðar sótti hann nám í Lögregluskólanum. Hann byrjaði að æfa sem markmaður í handbolta með lögguliðinu 1978 en fljótlega eftir það fór hann að æfa með Vík- ingi undir stjórn Bogdan Kowaltsic. Ellert segir að það hafi verið mjög góður tími því liðið hafi bæði verið sigursælt og skemmtilegt. Hann spil- aði með Víkingi til ársins 1985 en flutti sig yfir til Vals 1986. Ellert var í landsliðinu í handbolta og lék meðal annars á heimsmeistaramótinu 1986 sem haldið var í Sviss. „Ég var nú yfirleitt þriðji markmaður en fékk þó að leika nokkra leiki.“ Páll Björgvinsson, sem var fyrirliði Víkings í handbolta, segir að Ellert hafi komið seint inní boltann en að hann hafi náð skjótum frama. „Ég efast ekki um að hann hefði geta orðið atvinnumaður hefði hann byrjað að æfa fyrr.“ Ellert varð frægur fyrir það að vera eini markmaðurinn sem lék í stuttbuxum og því hefur verið haldið fram að hann hafi gert það til að gíra sig upp. Páll segir að það geti svo sem vel verið. „Hann er hörkutól en persónulega held ég að hann hafi bara gert þetta af sýn- ingarþörf.“ Einn af stofnendum Víkingasveitarinnar Ellert segir að hann hafi alltaf verið ævin- týramaður í sér og að það hafi verið þess vegna sem hann sótti um í lögreglunni. Hann hóf störf sem almennur lögreglu- þjónn og starfaði sem slíkur í fjögur ár þar til hann skipti yfir í umferðardeild en að lokum var hann fluttur yfir í fíkniefnadeild. Árið 1982 var Ellert sendur til Noregs ásamt þremur félögum sínum úr lögregl- unni til þess að undirbúa stofnun Víkinga- sveitar lögreglunnar. Ellert segir að þeir félagarnir hafi sótt ansi stíft þriggja vikna námskeið þar sem þeir hafi hver um sig misst tæp tíu kíló þrátt fyrir að þeir hafi allir verið í góðu líkamlegu formi. Eftir að heim kom stóðu þeir svo fyrir námskeiðum og stjórnuðu æfingum fyrir væntanlega vík- ingasveitarmenn. Ellert hætti í lögreglunni árið 1986. „Mér fannst einfaldlega kominn tími til að breyta til.“ Magnús Einarsson fyrrverandi yfirlög- regluþjónn og yfirmaður Ellerts í víkinga- sveitinni ber honum vel söguna og segir að Ellert sé afskaplega góður drengur að sínu mati. „Þetta er mjög traustur, duglegur og vinnusamur strákur en hann hefur ríkt skap. Honum leiðist alveg rosalega að gera eitthvað sem hann sér ekki tilganginn með og hann á erfitt með að þola droll eða leti meðal samstarfsmanna sinna og hann vill hafa reglu á hlutunum.“ Ellert kynntist Jóhönnu Sigríði Njáls- dóttur, eiginkonu sinni, í Lögregluskólanum og þau giftu sig 1977. Þau eiga tvær dætur, Kristínu Valgerði sem er tuttugu og fjögurra ára og Elínu Þóru sem er sextán ára. E L L E R T V I G F Ú S S O N Í N Æ R M Y N D Honum leiðist alveg rosa- lega að gera eitthvað sem hann sér ekki tilganginn með og hann á erfitt með að þola droll eða leti meðal samstarfsmanna sinna og hann vill hafa reglu á hlutunum. „TRAUSTARI EN STÁL“ Ellert Vigfússon, framkvæmdastjóri hjá Icelandic Group, er ævintýramaður sem þykir traustari en stál. Hann var mikill íþróttamaður, stundaði köfun, var í Víkingasveitinni og stofnaði Sjóvík. TEXTI: VILMUNDUR HANSEN MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.