Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 80

Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 MARTRÖÐ VINNUALKANS N ágranni minn á í vanda. Það er uppsafnaður vandi, vandi sem hann reynir að ýta á undan sér. En það er ekki hægt að leysa vanda með því að ýta honum á undan sér. Vandinn verður bara verri og verri eftir því sem dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða. Haldi þetta svona áfram er viðbúið að maðurinn veikist af stressi og verði sendur í sjúkraleyfi og endurhæfingu. Vandinn er þessi: Í fyrra endaði sum- arfríið í átta vikum og þó tókst ekki að eyða öllu uppsöfnuðu fríi það árið. Nokkrir dagar af vandanum fluttust því yfir á þetta ár. En ástandið í ár er síst betra en það var í fyrra og það jafnvel þótt hinn uppsafnaði vandi væri ekki talinn með. Tíu vikur í sum- arfrí eru ekki nóg til að losna úr klípunni. Haldi þetta svona áfram verður enginn vinnutími eftir í heilt ár - bara frí. Þetta er vandi sem er að breyta hamingju- sömu, vinnandi fólki í ánauðuga þræla. Það eru ekki nógu margir dagar í vinnuárinu til að gera hvort tveggja; að sinna vinnu sinni og taka sér lögboðin frí. Blessun vinnunnar er að breytast í martröð. Stúfarnir verða að stórum vanda Þetta er vandinn sem hlýst af styttingu vinnuvikunnar og baráttunni gegn yfirvinn- unni. Vinnudagurinn er að verða of stuttur og of fáar vinnustundir í árinu. Dýrðin við að slæpast í vinnunni daglangt er horfin. Öllum verkum á að ljúka á augabragði og svo er fólk sent heim um miðjan dag til að njóta frítíma sem það veit ekki hvernig á að eyða. Stytt dagvinna á að duga sem vinnu- dagur og það endar með ósköpum. Íslend- ingar viðhafa enn 40 stunda vinnuviku og eru gjarnan að hólkast í vinnunni svona tíu tímum meira en það á viku og fá það borgað í peningum. Því lengur sem menn eru í vinnunni þeim mun meira kemur í launaumslagið. Í hinum norrænu ríkjunum er 37,5 tíma vinnuvika reglan og í það minnsta í Noregi gildir sú regla að yfirvinna er ekki greidd í peningum heldur í fríi. Einn yfir- vinnutími þýðir 1,7 tímar í fríi. Gilti þessi regla á Íslandi og Íslendingar héldu upp- teknum hætti að vinna tíu tímum meira en ráð er fyrir gert yrðu þeir að byrja hverja vinnuviku á tveggja daga fríi til að taka út uppsafnaða yfirvinnu vikunnar á undan. Vinkona konu minnar er sálfræðingur og á líka í þessum vanda. Hún vinnur aðeins Er ástæða til að óttast of stuttan vinnutíma? TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON ofl. N O R E G S P I S T I L L G Í S L A Vinnualkinn vinnur á laun. Hann stimplar sig út. En hann fer inn aftur, kveikir ljósin og sest við. Byrjar að hamast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.