Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 84

Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 Heilsubót fyrir sál og líkama SUMARHÚS Stutt í bústaðinn Af og til má sjá auglýsingar í blöðum þar sem óskað er eftir sumarbústað eða sumarbústaðalandi og þá helst ekki fjær Reykjavík en sem nemur 100 km. Ef litið er á kortið sést að með þessu kemur fram ósk um að vera ekki lengra í burtu frá höfuðborginni en sem svarar vegalengd- inni austur að Laugarvatni, upp í Borgarfjörð eða vestur á Mýrar, nú þegar Hvalfjarðargöngin hafa stytt okkur „sporin“ sé haldið í þá átt. Þeir sem eiga hentug lönd undir frístundahús eru fyrir löngu búnir að gera sér þetta ljóst og nú rísa bústaðir í tuga ef ekki hundraða tali fyrir austan fjall og á Vestur- landi. Með þessu móti getur fólk farið oftar í bústaðaferð en áður, þegar engum datt í hug að fara fyrir minna en eina helgi eða jafnvel viku. Sé horft lengra aftur í tímann var fjarlægðin, þótt stutt væri, samt ærið löng. Vegna lélegra vega og minni bílaeignar var fólk lengi á leiðinni og margir, sérstaklega mæðurnar og börnin, völdu að dveljast í sveitinni allt sumarið eða að minnsta kosti allt sumarfríið. Úti á landi, t.d. í námunda við Ísafjörð og Akureyri, er víða stutt í sumarhúsabyggðir ekki síður en í Reykjavík og þar eru að byggjast upp sumarbústaðakjarnar. Nú er svo komið að víða er ekkert einfaldara en að skreppa á góðviðrisdegi út úr bænum kl. 4 eða 5 eftir vinnu og njóta sveitalífsins fram undir 10 eða 11 á kvöldin. Þá er haldið heim á leið eftir að hafa eytt „heilum“ degi í sveitinni. Heitur pottur er enginn lúxus. Hann er einhver vinsælasti aukabúnað- urinn við sumarbústaði og yfirleitt sá dauði hlutur sem fólk vill síst skilja við sig í bústaðnum. Hvort sem potturinn er hörð skel, fyllt með hitaveituvatni eða mjúkur pottur úr einangrunarefni og hitaður með raf- magni verður hann jafnan uppáhaldsathvarf fjölskyldunnar. Þegar fólk kaupir sér heitan pott er fyrsta hugsunin yfirleitt að njóta hans með vinum og ættingjum í blíðvirði og sólskini. Flestir eiga sínar fyrstu góðu stundir í pottinum með börnunum eða vinunum og vita þá strax að potturinn er paradís. Þegar potturinn fer að ná fótfestu á staðnum gera eigendurnir sér hins vegar fljótlega grein fyrir því, að hann er ekki einungis skemmtitæki á góðviðrisdögum, heldur er hann ekki síður nauðsynlegur þegar maður er einn og hefur þörf fyrir hvíld og slökun. Veður og árstíðir hætta að skipta máli og það er síst verra að sitja með prjónahúfuna í heitu vatninu og horfa á norðurljósin meðan kuldaboli bankar á dyr en þegar lóan syngur vorsöng sinn í gróand- anum. Heita vatnið hefur undraverð áhrif á stirða liði og þreytta vöðva og jafnt gigtar- og vöðvabólgusjúklingum sem örþreyttum íþróttamönnum líður hvergi betur en í pottinum sínum. 100 km
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.