Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 97

Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 97
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 97 Skjól og skógur Það er um að gera að byrja strax á að planta í sumarbústaðalóð- ina til að geta notið verka sinna sem lengst. Engin hætta er á óendurkræfum skyssum þótt sumarbústaða- eigendur planti af handahófi í landareign sína, en einhverjar hug- myndir er samt gott að hafa áður en farið er að setja niður. Helst þarf að hafa í huga að koma upp skjóli við bústaðinn, að byrgja ekki fyrir fallegt útsýni og að mynda skemmtilegt úti- vistarsvæði, hugsanlega nokkur á mismunandi stöðum. Aðalatriði hjá flestum er að koma upp góðu skjóli. Þá er gott að skoða vel hvaðan helstu vindar blása og girða síðan fyrir rokið, t.d. með blöndu af fljótsprottnum víðitegundum og birki. Gætið þess að planta ekki of þétt, því plönturnar eru ótrúlega fljótar að spretta og reynið alltaf að hafa útlínur skjólgarðsins mjúkar til að forðast „frímerkjaáferðina“ inni á lóðinni. Fjölbreytni í tegundavali tryggir fjölbreytilegt fuglalíf, liti og skjól. Ágæt regla er að hafa yfirleitt saman nokkur tré sömu tegundar, en vera samt með margar tegundir trjáa í kringum bústaðinn, a.m.k. til að byrja með, til að sjá hvað braggast best. Á víðavangi er gott að byrja á að planta bakkaplöntum sunnan í þúfur og munið að setja alltaf væna skóflu af húsdýra- áburði undir plönturnar, þær launa hugulsemina árum saman. Eignar- eða leiguland Hvort á maður að kaupa eða leigja land undir bústaðinn? Ekki er til eitt rétt svar við þessari spurningu, en hér eru nokkur atriði til umhugsunar: Eignarland er venjulega staðgreitt við undirritun kaup- samnings, en hver og einn getur reiknað út árlegan kostnað sinn af kaupunum. Leigugjöld eru fyrirfram ákveðin allan leigutímann, sem oft er á bilinu 25–50 ár. Eignarlandi fylgja alltaf einhverjar kvaðir um byggingar og nýtingu, en fólk er þó frjálsara að umgengni og nytjum eignarlands en leigulands. Eignarlandið hækkar venjulega í verði þegar frá líður, - ef landið og húsakostur á því er selj- anlegt. Mörg dæmi eru um að leiguland sé selt sumarhús- eiganda, en enginn er skyldugur að kaupa land úr leigu. Á síðari árum er mun algengara að land sé selt undir sumarhús og flestir vilja frekar eiga land sem þeir byggja á. Svæðið hefur þá samþykkt deiliskipulag og í kaupunum fylgir yfirleitt vegarlagning og rafmagns- og vatnslögn að lóðarmörkum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.