Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Qupperneq 101

Frjáls verslun - 01.02.2006, Qupperneq 101
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 101 Lýsing í kringum sumarbústaðinn í skammdeg- inu getur verið þægileg og í sumum tilfellum meira að segja falleg. Ýmsir halda því fram að velupplýstir/flóðlýstir bústaðir verði síður fyrir ásókn óboðinna gesta, en aðrir telja að ljósin geti allt eins dregið þjófa að. Hvernig má rök- styðja það? Þægilegt er að koma að upplýstri heim- keyrslu á dimmu vetrarkvöldi. Nokkrar leiðir má fara til að hægt sé að njóta lýsingarinnar. Sumir eru með tímastilla sem kveikja ljós á ákveðnum tímum, aðrir eru með ljósnema sem sjá til þess að ljósin kvikni þegar dimmir og enn aðrir eru með hreyfiskynjara svo ljósin kvikna við hreyfingu. Sé síðasta aðferðin notuð kvikna ljósin þegar bíllinn ekur í hlað og þegar fólk gengur heim að húsinu og síðan er hægt að tendra ljósin á venjulegan hátt svo þau slokkni ekki aftur af sjálfsdáðum. Stjörnur og norðurljós týnast Eitt af því skemmtilegasta á vetrarkvöldum utan þéttbýlis er að njóta tunglskins, horfa á stjörnur himinsins og dást að norðurljósunum þegar veður leyfir. Ef allt of mikil lýsing er í sumarbústaðahverfum getur þetta orðið nán- ast ómögulegt. En hugleiðum þetta með þjófana. Hræðast þjófar upplýst hús eða dregur ljósið þá að bústað þar sem augljóslega er ekki lifandi hræðu að finna í næsta nágrenni? Gera ljósin mönnum ekki bara auðveldara fyrir að ganga beint til verks og athafna sig innan dyra sem utan? Getur nágranni, sem kynni að vera ein- hvers staðar nálægt, greint á milli eiganda og þjófs ef bústaðurinn er upplýstur? Tæpast nema hann þekki eigandann þeim mun betur og mjög stutt sé milli húsa í hverfinu. Sílogandi ljós geta því haft bæði kosti og galla þótt kostirnir séu yfirgnæfandi þegar eig- andinn er sjálfur á staðnum. Fallega upplýst tré og runnar setja líka ótrúlega dularfullan svip á umhverfið og sé vel farið með lýsing- una er hún hið mesta happ sem fylgir því að vera með rafmagn í bústaðnum. Kúri sumar- bústaðirnir hins vegar í niðamyrkri þegar eig- endurnir eru fjarri hlýtur að vera erfitt fyrir þjóf að komast að þeim og erfitt að greina þá frá ójöfnunum í landinu. Hjarta sumarhússins Lifandi eldur dregur fólk að sér eins og segull. Seiðandi logarnir sem dansa í eldhólfinu, ylurinn sem breiðist út frá ofninum og snarkið í kvistum sem springa í hitanum hafa þau áhrif að flestir setjast við eldinn þegar búið er að kveikja upp og snúa andlitinu að honum til að njóta hans til fulls. Arinninn eða kamínan verða því ósjálfrátt hjarta sumarbústað- arins þar sem hægt er að gleyma sér við að horfa í eldinn meðan maður hitar kakóið sitt eða koníakið á arinhillunni. Hjá mörgum verða arinn eða kamína fljótlega hluti af vist- vænum lífsstíl fjölskyldunnar í sumarbústaðnum, því að í eldhólfinu má brenna hluta af þeim úrgangi sem ekki fer í moltutunnuna og eigandinn ber því heim mun minna af rusli en hann hefði annars gert. Hitunarkostnaður frá annarri kyndingu minnkar og það sama gerist með rafmagnskostnað vegna lýsingar. Gífurlegt úrval er af örnum og kamínum á markaðinum og það ætti ekki að vera vandi að finna einn sem passar í bústaðinn. Lýsing til góðs og ills Ljós úr Lúmex lýsa upp umhverfi sitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.