Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 102

Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 102
102 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 KYNNING Sumarbústaðaeigendur geta andað léttara. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða endalaust að bera á viðarklæðn-inguna á bústaðnum eða skipta um klæðningu ef sú eldri lætur á sjá. Þeir geta einfaldlega klætt bústaðinn með Canexel sem þeir hjá Þ. Þorgríms- son í Ármúla kalla því ágæta nafni „viður án við- halds“ en framleiðendurnir sjálfir í Kanada nefna í bæklingum sínum „hardy natural wood“ eða „real wood made better“. Hvað er viður án viðhalds? spyrja menn og Þór Þorgrímsson útskýrir málið fyrir okkur. „Canexel- klæðning er framleidd úr 100% viði og unnin á þann hátt að trjábolirnir eru muldir mélinu smærra og allir gallar hreinsaðir í burtu úr viðnum og hann „drepinn“. Að því loknu eru borð steypt úr viðar- massanum og víindin pressuð í borðin þannig að þau líta út eins og venjuleg viðarborð. Þau eru síðan máluð með akrýlmálningu og liturinn brenndur inn þau. Framleiðendur bjóða 25 ára ábyrgð á Canexel svo nú má hætta að bera á og snúa sér í staðinn að grillinu og skemmtilegheitunum í bústaðnum.“ Litirnir henta öllum Canexel fæst í 12 mismun- andi litum og segir Þór þá seljast jöfnum höndum og tæpast sé hægt að tala um ákveðinn tískulit. Canexel hefur verið á boðstólum hér á landi í ára- tug og reynst frábærlega vel, og klæðningin verið notuð jöfnum höndum á ný hús sem eldri þar sem viðhalds hefur verið þörf. Íslenskar leiðbeiningar fylgja um uppsetningu klæðningarinnar sem er svo auðveld að hvaða laghentur maður á að geta klætt húsið sitt vandræðalaust. Nýjung á baðherbergið Samfara því að heitt vatn streymir nú um flestar sumarbústaðabyggðir hefur færst í aukana að vera með full- komin baðherbergi í bústöðunum með sturtu og öllu tilheyrandi. Sumir veigra sér við því að klæða sturtuklefana og baðherbergis- veggina flísum, sérstaklega í eldri bústöðum þar sem hreyfing getur verið nokkur á veggjum. Samt langar alla í flísar og Þ. Þorgríms- son leysir vandann með því að bjóða Fibo-Trespo baðplötur sem framleiddar eru í Noregi. Plöturnar eru úr rakaþolnum krossviði með HPL plasti báðum megin og fást í ýmsum útgáfum, m.a. með flísamynstri. Plöturnar eru 60 sentímetra breiðar og 240 sentímetra langar. Þær læsast þéttingsfast saman þannig að ekki er ástæða til að óttast að raki fari inn í samsetninguna auk þess sem uppsetning verður mjög auðveld og einföld. Nú getur hver sem er „flísalagt“ baðherbergið í bústaðnum sjálfur og býsna auðveldlega, enda þarf ekki að fylla fúgurnar né skera flísar sem oft getur reynst vanda- samt. Fimmtán ára ábyrgð er á plötunum. Verslunin Þ. Þorgíms- son í Ármúla 29 hefur í allmörg ár boðið kanadíska klæðningu sem ekki þarfnast viðhalds. Nú er þar einnig að fá „flísar“ á baðherbergið sem eru sannkölluð bylting. Þ. ÞORGRÍMSSON: „Viður án viðhalds“ á bústaðinn Þór Þorgrímsson við Canexel- sýningarvegginn. Bústaður klæddur með Canexel-klæðningu. SUMARHÚS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.