Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 114

Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 KVIKMYNDIR TEXTI: HILMAR KARLSSON Þ að var ekki laust við að Hollywood kæmi upp í hugann þegar fréttir bárust af hinu bíræfna ráni í Bretlandi á dög- unum þar sem ræningjar stálu 50 milljón pundum, sem í fyrstu virtist vera hið fullkomna rán. Svo reyndist þó ekki vera og einhvers staðar á leiðinni missteig sig hópur ræn- ingja sem höfðu undirbúið sig vel. Oft hefur Hollywood gert kvikmyndir um nánast fullkomið rán, þar sem yfirleitt er að finna einhverja bresti. Ef svo hið fullkomna rán heppnast að öllu leyti er yfirleitt verið að ræna þá sem eru enn verri en ræningjarnir, samanber Ocean’s Eleven og Ocean’s Twelve. Oftar er þó um að ræða stórrán sem á að heppnast en heppnast ekki. Nýlegt dæmi um slíka mynd er The Score, sem skartaði Mar- lon Brando, Robert De Niro og Edward Norton í aðalhlutverkum. Inside Man, sem frumsýnd er um þessar mundir í Bandaríkj- unum og verður tekin til sýningar hér á landi í næsta mánuði er stjörnum prýdd kvikmynd um fullkomið rán sem fer úrskeiðis. Ekki er allt sem sýnist Clive Owen leikur hámenntaðan og bíræf- inn bankaræningja, Dalton Russell, sem undirbýr og fremur hið fullkomna bankarán í upphafi myndarinnar. Leyndin yfir ráninu er þó ekki meiri en svo að ein færasta löggan í New York, harðjaxlinn Keit Miller, sem Denzel Washington leikur, fær veður af því. Miller á í persónulegum vandamálum, honum hafði mistekist illa í síðasta verkefni sínu svo það er mikið í húfi fyrir hann að sanna sig, sér- staklega þar sem hann á von á stöðuhækkun. Vitneskja og aðgerðir Millers gerir það að verkum að bankaránið snýst upp í gíslatöku. Ekki bætir úr skák fyrir Miller þegar þekktur og valdamikill lögfræð- ingur með dularfulla fortíð, sem Jodie Foster leikur, fer að skipta sér að málinu og gerir Miller erfitt fyrir. Um tíma er spurning hver er kötturinn og hver er músin auk þess sem skilin á milli þess hvað er rétt og hvað er rangt verða óljós. Það sem kemur einna mest á óvart við Inside Man er að Spike Lee skuli vera leikstjóri myndarinnar, en þetta er stærsta og dýrasta kvikmynd sem hann hefur leikstýrt til þessa. Eina mynd hans sem kemst eitthvað nálægt að umfangi er Malcolm X. Lee hefur hingað til ekki verið hrifinn af stórmyndagerð í Hollywood, en sjálfsagt hefur slæmt gengi síðustu mynda hans átt einhvern þátt í að hann tók að sér að leikstýra Inside Man. Áhrif Lees eru víða sýnileg Það efast enginn um að áhrif Spike Lees á bandaríska kvikmyndagerð hafa verið mikil þegar kemur að réttindabaráttu svartra. Hann hefur ávallt verið hvað harðastur í að koma á framfæri meðbræðrum sínum af afrísk/amerískum upp- runa á framfæri og margir af þekktustu svörtu kvikmyndaleikurum í Hollywood geta að stórum hluta þakkað Lee frama sinn, má þar nefna Laurence Fishbourne (School Haze), Samuel L. Jackson (Do the Right Thing, Jungle Fever), Denzel Washington (Mo’ Better Blues, Malcolm X, He Got Game), Wesley Snipes (Mo’ Better Blues, Jungle Fever), Halle Berry (Jungle Fever) og Angela Basset (Malcolm X). Öll voru þau lítt þekkt þegar þau léku fyrst fyrir Spike Lee. Þá hefur Lee haldið tryggð við marga karakterleikara af afrískum uppruna. Giancarlo Esposito, Ossie Davis, Lonette McKee, Delroy Lindo, Bill Nunn og Alfred Woodard eru allt leikarar sem hafa leikið í mörgum mynda hans. Spike Lee hefur á síðustu árum ekki bundið sig við leiknar kvik- myndir, heldur jöfnum höndum verið að leikstýra heimildamyndum, sjónvarpsmyndum, auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Frá alda- INNHERJINN: Spike Lee sendir frá sér hefðbundna Hollywood spennukvikmynd með stórstjörnum í aðalhlutverkum. BANKARÁN SNÝST UPP Í GÍSLATÖKU Clive Owen, Spike Lee og Denzel Washington við tökur á Inside Man.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.