Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2003, Page 35

Ægir - 01.07.2003, Page 35
35 AU S T U R L A N D Árið 1997 var sjóminjasafn opnað í svokölluðu Pakkhúsi á Höfn í Hornafirði. Á neðri hæð hússins er sjóminjasýningin og þar má m.a. sjá þrjá báta og ýmsa muni sem tengjast skips- ströndum. Meðal annarra muna á sjó- minjasafninu er trésmíðabekkur sem á sér nokkuð merkilega sögu. Árið 1873 fórust fimm franskar skútur við Horn (bæinn Horn sem stendur undir Vestra- Horni). Í þessum sjósköðum fór- ust hundrað franskir sjómenn, en þrjátíu og einum var bjargað og þeir hýstir á Horni í fimmtán daga og raunar voru tveir þeir mest slösuðu á Horni fram eftir vori. Árið eftir sigldi franskt her- skip heim undir Horn í þeim er- indagjörðum að færa Horns- bændum bjargarlaun. Launin voru sexæringur, báðir fengu heiðurspening úr gulli og heið- ursskjal auk þess sem annar bóndinn, Eyjólfur Sigurðsson timburmaður, fékk trésmíðabekk og tilheyrandi hefla og tól með honum. Ljósrit af heiðursskjali og mynd af heiðurspeningi Eyj- ólfs er að finna í sjóminjasafninu á Höfn ásamt smíðaáhöldunum. Merk saga Pakkhússins Eins og áður segir er sjóminja- safnið á Höfn í svokölluðu Pakk- húsi, sem var byggt úr viðum ýmissa eldri húsa á Höfn upp úr 1930. Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga (KASK) stóð að því að reisa húsið og var það fljótlega stækkað í þá mynd sem það er í dag. Pakkhúsið var aðallega notað sem geymslu- og vöruhús og voru mjölsekkir og aðrar plássfrekar vörur geymdar þar á loftinu. Þó kom fyrir að húsið var tekið undir samkomur og fundi og var þá sekkjavörunni staflað meðfram veggjum svo gólfpláss skapaðist. Meðal þeirra sem unnu í Pakk- húsinu var Guðni Jónsson, faðir Svavars listmálara, og var hann utanbúðarmaður í fjöldamörg ár. Árið 1990 gaf KASK Byggða- safni Austur-Skaftafellssýslu hús- ið og hefur safnið unnið að endur- bótum þess síðan. Síðastliðið sumar var gefinn út bæklingur með upplýsingum um 24 söfn og setur á Austurlandi. Bæklingurinn er bæði á íslensku og ensku og sýnir vel fjölbreytnina í safnaflóru á Austurlandi. Bæklingurinn var unninn að frumkvæði Menningarráðs Austurlands í samvinnu við Markaðsstofu Austurlands og söfnin sjálf og er af- rakstur samstarfsverkefnis safna allt frá Skaftafelli í Öræfum til Vopnafjarðar. Athygli á Egilsstöðum hafði umsjón með útgáfu bæk- lingsins. Markmiðið með útgáfu þessa bæklings er fyrst og fremst að gefa ferðamönnum og öðrum sýn yfir söfn og setur á Austurlandi og veita almennar upplýsingar um þau. Bæklingurinn auðveldar einnig safna- fólki á Austurlandi að miðla upplýsingum um söfn í fjórðungnum. Sjóminjasafnið á Höfn er í svokölluðu Pakkhúsi. Sjóminjasafn í Pakkhúsinu á Höfn Allt um söfn á Austurlandi

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.