Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2003, Page 63

Ægir - 01.07.2003, Page 63
63 F I S K Ú T F L U T N I N G U R haven og sá þar karfakílóið selt á 19,9 evrur, sem er mjög hátt verð. Í þessari sömu búð var hægt að kaupa hnakkastykki af þorski á 11,9 evrur. Nordsee er reyndar dýr búð. Í sömu verslanamiðstöð í Bremerhaven sá ég karfa í Kar- stadt, nákvæmlega sömu vöru, og þar var hann seldur á 13,9 evrur,“ segir Samúel. Bróðurparturinn er karfi af Íslandsmiðum „Um sjötíu prósent af karfanum sem við seljum hérna á fiskmark- aðnum koma frá Íslandi. Að langstærstum hluta kemur fiskur- inn í gámum. Þó eru hér að jafn- aði eitt fiskiskip í viku,“ segir Samúel. Að undanförnu hafa nokkur íslensk skip siglt með karfa til Bremerhaven. Til dæmis var Breki þar um miðjan mánuð- inn og Bylgja VE 29. september. „Þumalputtareglan er sú að við seljum ekki eldri fisk en sextán daga gamlan. Þegar ég var að byrja í þessu var talað um að fisk- urinn mætti ekki vera eldri en 21 dags gamall, en kröfurnar í þess- um efnum eins og svo mörgu öðru hafa breyst. Gæðin á fiskin- um hafa batnað verulega á undan- förnum árum, sem að nokkru leyti tengist því að menn nota í auknum mæli krapa til þess að kæla fiskinn. Krapinn virkar greinilega mjög vel á karfann. Hugarfarið hjá sjómönnum gagn- vart hráefninu hefur líka almennt breyst mjög til hins betra. Fyrir vikið fá menn hærra verð fyrir fiskinn.“ Fiskurinn heldur velli Samúel telur ekki ástæðu til þess að óttast að yngri neytendur í Þýskalandi hverfi frá fiskinum og snúi sér að ódýrum kjöttegund- um eins og t.d. kjúklingum. „Fyrir nokkrum árum var talað um að pizzakynslóðin svokallaða væri að vaxa úr grasi og ástæða væri til að hafa af því áhyggjur varðandi fiskneysluna. Síðan kom upp kúariða í Bretlandi og í framhaldi af henni fóru neytendur að hugsa mjög mikið um hvað þeir væru að setja ofan í sig. Um þetta var var mikið fjallað í fjöl- miðlum hér í Þýskalandi og í þeirri umræðu styrkti fiskurinn verulega stöðu sína, ekki síst hjá unga fólkinu sem virtist vera meðvitaðra en þeir eldri um sam- spil fæðu og heilsufars. Það er mitt mat að fiskur, í það minnsta villti fiskurinn, haldi vel velli því fólk mun í auknum mæli velta því fyrir sér hvað það setur ofan í sig. Það er greinilegt að neytend- ur velta því mikið fyrir sér hvort fiskurinn sem þeir kaupa úti í búð er villtur eða eldisfiskur. Mér virðist að eldislax eigi nokkuð undir högg að sækja hér á mark- aðnum vegna m.a. umræðu um sjúkdóma sem hafa komið annað slagið upp í laxeldinu. Vegna þess er laxinn orðinn mjög ódýr hér, ég sá um daginn laxaflök seld á 6,9 evrur.“ Algengur á matseðlum veitingahúsa Eins og áður segir er það fyrst og fremst veitingahúsageirinn sem kaupir ferskan karfa í Þýskalandi „og síðan er töluvert um það að eldra fólk kaupi karfa, enda er trúlega enginn þjóðfélagshópur í Þýskalandi eins vel settur efna- hagslega og eftirlaunaþegar. Við erum með nokkra trygga kaup- endur á markaðnum hjá okkur sem kaupa karfa til þess að selja í svokölluðum fisksölubílum sem er ekið út um allt land. Þessir að- ilar kaupa alltaf karfa á uppboð- um á mánudögum og miðviku- dögum. Bílunum er lagt á torg- um í bæum og borgum og selt beint úr þeim. Ég tek eftir því að þegar hitastigið úti er um og undir 20 gráðum virðist torgsalan vera mjög góð.“ Ísey er að stærstum hluta í eigu Samúels og fjölskyldu, en Bremen á 24% hlut. Um 35 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Um sjötíu prósent af karfanum sem seldur er á fiskmarkaði Íseyj- ar í Bremerhaven koma frá Íslandi. „Ég minnist þess að á netabátunum í gamla daga henti maður karfanum sem slæddist í netin. En eftir að ég fór að kynnast elda- mennsku á karfanum hérna í Þýskalandi borða ég hann tvisvar til þrisvar sinnum í viku.“ Á bilinu 50-60 aðilar flaka karfa í Evrópu, þar af 30-40 í Bremer- haven og Cuxhaven.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.