Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Síða 40

Ægir - 01.03.2007, Síða 40
40 fiskistofnanna hafi fremur orðið aðal viðfangsefnið. Hér hafa því verið í forgrunni at- huganir sem beinst hafa að afrakstursgetu einstakra fiski- stofna, en einnig í nokkrum mæli samspil stofnanna þó svo að slíkt hafi ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti í ráðgjöf um veiðar og nýt- ingu. Ennfremur hafa athug- anir á umhverfi sjávar á mis- munandi árstímum allt í kringum landið verið fastur og verulegur liður í starfsem- inni. Ríó ráðstefnan um umhverfi og sjálfbæra þróun 1992 Árið 1992 var samþykkt á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna (Sþ) um umhverfi og þróun, sem haldin var í Rio de Janeiro, að stefna skyldi að varúðarnálgun í stjórnun auðlindanýtingar jarðarbúa svo tryggja mætti sjálfbærni auðlinda heims og fjölbreyti- leika lífríkis betur en gert hef- ur verið. Þó fulltrúar stjórn- valda um allan heim hafi staðið að Ríó-samþykktinni eftir langvinnar viðræður, var langur vegur frá því að hug- tök og merking yfirlýsingar- innar hafi legið ljós fyrir þá frekar en fram á allra síðustu ár. Samþykktin markaði hins vegar upphaf vegferðar í við- leitni þjóða heims að bæta umgengnina um auðlindir jarðar og umhverfi. Árið 1995 samþykkti FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sþ, leiðbeiningarregl- ur um ábyrgar fiskveiðar. Í kjölfarið spratt hugmynda- fræðin um vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða, sem var eitt aðalviðfangsefni ráðstefnu á vegum FAO og íslenskra stjórnvalda um ábyrgar fisk- veiðar og vistkerfi hafsins, sem haldin var í Reykjavík í október 2001. Árið 2003 gaf FAO út leiðbeinandi reglur um framkvæmd vistkerfis- nálgunar við stjórn fiskveiða, en samkvæmt Jóhannesar- borgar yfirlýsingunni um sjálf- bæra þróun frá árinu áður, stefna þjóðir heims að því að stjórnun veiða taki mið af þessu fyrir árið 2010. Þá er þess einnig að geta að í stefnu Íslands um málefni hafsins frá árinu 2004 má finna þessari stefnu stað án þess að útfærsla sé tíunduð nákvæmlega. Vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða Undanfarin ár hafa vísinda- menn, ríkisstjórnir og stofn- anir unnið að stefnumótun og aðferðafræði vistkerfisnálg- unarinnar, þó framkvæmdin sé aðeins stutt á veg komin. Hér er um afar flókið við- fangsefni að ræða. Það hefur gert að verkum að menn hafa e.t.v. einblínt um of á að mál- ið verði aðeins leyst með flóknum aðferðum. Og þar sem rétt umgjörð og viðbún- aður hefur ekki verið til stað- ar hefur lítið miðað fram á veginn. Nú virðist hins vegar orð- inn mikill samhljómur um það að ekki sé ástæða til að finna eina skilgreiningu á því hvað í hugtakinu vistkerfis- nálgun felst. Eðlilegt sé að efnistökin miðist við aðstæð- ur í hverju tilviki. Það sem skiptir máli er hins vegar að með þessari nýju nálgun, er ætlunin að stjórna athöfnum mannsins á hafi úti, og þá sérstaklega fiskveiðunum, með þeim hætti að við sér- hverja ákvörðunartöku hafi verið áætlaðar afleiðingar hennar gagnvart viðkomandi auðlind, öðrum auðlindum og umhverfinu. Það er sem sagt verið að vega fyrirfram gildi eða verðmæti mismun- andi auðlinda eða gæða og ákveða á grundvelli slíks mats hvernig stjórnun nýtingar og vernd skuli háttað. Þarna geta vegið fjárhagsleg gildi, vist- fræðileg eða önnur gildi sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma að máli skipta. Þannig að hér er um að ræða nokk- urs konar mat á umhverfis- áhrifum í sjó, aðferðafræði sem styðst í dag við löggjöf og þróað verklag varðandi framkvæmdir á landi. FAO ráðstefnan í Reykjavík 2001 Ráðstefnan í Reykjavík árið 2001 lagði áherslu á að afar margt sem gert hefði verið á liðnum árum í fiskveiðistjórn- un víða um heim væri í anda vistkerfisnálgunar. Lögð var áhersla á að með bættri fisk- veiðistjórnun á grundvelli nú- verandi aðferða mætti strax stíga skref í rétta átt og ná ár- angri í þessu tilliti. Einnig kom fram að við vistkerfis- nálgunina er stefnt að heild- stæðari stjórnun fiskveiða og annarra nota hafsins gæða, gagnstætt hefðbundnu þrengra sjónarhorni, svo sem einstofna veiðistjórnun. Til langs tíma litið er verkefnið því að móta heildstæðari markmið sem taka til fleiri þátta en nýtingar einstakra fiskistofna. Segja má að pólitísk stefnu- mótun á alþjóða vettvangi sé vel í höfn varðandi vistkerf- isnálgunina. Þjóðlöndin glíma við að aðlaga hinar almennu reglur heima fyrir, m.a. sums staðar með flóknu regluverki og lagasetningu, t.d. í Ástralíu og Kanada, en einnig í Bandaríkjum Norður Ameríku og ríkjum Evrópusambands- ins. Þá hefur vísindasamfé- lagið unnið að skilgreiningum á heildstæðari efnistökum, m. a. á vettvangi Alþjóðahafrann- sóknaráðsins (ICES). Þó mikil vinna sé að baki og nokkuð hafi áunnist, er ekki fræðilega einfalt að ákvarða heildstæð markmið, viðmið og mæli- kvarða til að stjórna eftir og eru þessir hlutir því enn á mótunar- eða tilraunastigi víð- ast hvar. Reykjavíkurráðstefnan lagði til að byggt yrði í fyrstu á því sem fyrir er og að að- ferðafræði vistkerfisnálgunar- innar yrði síðan þróuð skref fyrir skref í framtíðinni. Þann- ig gætu legið til grundvallar hefðbundnar einstofna veiði- stjórnunaraðferðir sem byggja t.d. á setningu aflamarks fyrir hverja tegund, á veiðarfæra- Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R „Æskilegt er að stjórnvöld séu á varðbergi gagnvart hugsanlegu brottkasti á þorski og að rannsakað verði nánar um brottkast á öðrum tegundum og óbeinan fiskdauða.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.