Ægir - 01.03.2007, Síða 62
62
regla. Fyrirtækin hafa gott af
að skipta um andlit á 5-6 ára
fresti,“ segir Björgólfur.
Löng saga
Icelandic Group var áður
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, félag sem rekur sögu
sína allt aftur til ársins 1942
þegar hraðfrystihúsin, sem þá
voru svo nefnd, bundust sam-
tökum um „að selja sjávaraf-
urðir sem ætlaðar eru til sölu
á erlendum markaði og fram-
leiddar eru í hraðfrystihúsum
félagsmanna,“ eins og sagði
m.a. í lögum félagsins. SH var
lengi vel í eigu félagsmanna
sem seldu framleiðslu sína og
ríkti gagnkvæm skylda um af-
hendingu og sölu, en félags-
forminu var breytt fyrir rösk-
um áratug, árið 1996. Var þá
félagið gert að hlutafélagi og
skráð á hlutabréfamarkað.
Þróunin var sú að fyrri eig-
endur seldu smám saman
sína hluti og nýir eigendur
komu inn og tóku við. Gagn-
kvæmri skyldu um sölu og
afhendingu var aflétt og við-
skipti við framleiðendur þró-
uðust í þá átt sem gengur og
gerist meðal óskyldra aðila.
Þarf að vera einhver tilgangur
Afkoma félagsins hin síðari ár
hefur ekki verið sem skyldi,
afkoman var léleg að sögn
Björgólfs árið 2005 og ekki
nægilega góð á liðnu ári
heldur. „Það eru margar
ástæður fyrir því að félagið
skilaði ekki viðunandi ár-
angri. Það hefur stækkað heil-
mikið, sú þróun hófst á síðari
hluta árs 2003 og hélt áfram
árið á eftir og fram til ársins
2005. Það má kannski segja
sem svo að vaxtarverkir hafi
einkennt félagið á þessum
tíma,“ segir Björgólfur. Hann
segir að í sínum huga þurfi
klárlega að vera til staðar ein-
hver tilgangur þegar fyrirtæki
eru keypt. Í þeim efnum þurfi
að horfa til margra þátta, m.a.
hvernig rekstur þeirra fyr-
irtækja sem keypt eru falli að
þeim rekstri sem fyrir er „Það
þarf að hafa að leiðarljósi að
aukin hagkvæmni skapist í
kjölfar kaupa á nýjum fyr-
irtækjum, en það er ljóst að
slík sjónarmið voru ekki alltaf
uppi, það var að mínu mati
of lítið horft til þess við kaup
á fyrirtækjum á þessum ár-
um,“ segir Björgólfur.
Meðal þeirra fyrirtækja
sem keypt voru á umræddu
tímabili má nefna verksmiðju
í Redditch sem framleiðir
kælda tilbúna rétti, en tveim-
ur árum síðar var fjárfest í fyr-
irtækjunum Seachill í Grimsby
og sjávarafurðasviði Cavag-
han & Gray. Gömlu keppi-
nautarnir í Bandaríkjunum,
SH og Samband, voru sam-
einuð á árinu 2005 sem þótti
saga til næsta bæjar. Fyrirtæk-
ið Pickenpack Hussmann &
Hahn í Þýskalandi var keypt í
árslok 2005. Þá var fjárfest í
fyrirtækinu Barogel í Marseille
í Frakklandi, sem þekktast er
fyrir rækjuafurðir og önnur
skeldýr og síðar var ráðist í
kaup á Comigro Geneco í
París, fyrirtæki sem starfar á
sama sviði og Iclandic France
og leggur áherslu á sölu hvít-
fisks. Nú í fyrra var enn fjár-
fest í Frakklandi þegar keypt
var verksmiðja Alfesca í Wi-
mille, þar sem framleiddar
eru frosnar afurðir. Þá má
nefna að starfsemi var aukin
á Spáni með kaupum á
Ecomsa, fyrirtæki í fram-
leiðslu og dreifingu sjávaraf-
urða á Suður-Spáni. Í fyrra
festi félagið einnig kaup á fyr-
irtækinu Jeka Fish í Dan-
mörku og með því opnaðist
sóknartækifæri inn á saltfisk-
markaðinn. Sú sókn styrktist
enn frekar með kaupum á Si-
rius, fyrirtæki á Íslandi sem
hefur sérhæft sig í saltfisk-
afurðum um árabil. Starfsemi
Iclandic hefur einnig verið
aukin mjög t.d. í Asíu og má
þar helst nefna sameiningu
félagsins við Sjóvík árið 2005
og eins hefur félagið aukið
starfsemi sína hin síðari ár í
Noregi, Hollandi, Færeyjum
og á vesturströnd Bandaríkj-
anna. „Það má því segja með
sanni að félagið hafi aukið
mjög við starfsemi sína víða
um heim og unnið lönd fyrir
íslenskt sjávarfang sem og
annað á öllum helstu mörk-
uðum,“ segir Björgólfur.
Stefndi ekki í rétta átt
Björgólfur bendir m.a. á
Bandaríkin og Bretland sem
dæmi um að ekki hafi verið
horft til samlegðaráhrifa við
kaup á fyrirtækjum þar, ekki
hafi náðst að hrista þau fyr-
irtæki sem keypt voru nægi-
lega vel saman til að ná sem
mestu út úr rekstrinum. „Það
má kannski segja að fókusinn
hafi ekki verið nægilega
S A L A S J Á V A R A F U R Ð A
Í grunninn erum við með gott félag sem hefur alla
burði til að gera gríðarlega góða hluti, en það
skiptir auðvitað miklu máli að hafa tíma til að
vinna með þau tækifæri sem bjóðast og eins að
hafa nægt handbært fjármagn.
Icelandic Group er til húsa við Borgartún.