Ægir - 01.03.2007, Síða 80
80
VGI er dótturfyrirtæki Ice-
landic Group og er leiðandi í
sölu á umbúðum og rekstr-
arvörum til matvælafyrirtækja,
þ.m.t. sjávarútvegsfyrirtækja.
Fyrirtækið selur til framleið-
enda innanlands sem utan, en
afurðirnar koma frá innlend-
um og erlendum birgjum.
Fyrirtækið er gamalgróið – þó
svo að núverandi nafn þess sé
ekki gamalt – að stofni til er
VGI 75 ára gamalt. Um 20
starfsmenn starfa hjá fyr-
irtækinu.
Segja má að undir hatti
VGI séu í dag þrjú eldri fyr-
irtæki. Í fyrsta lagi Icelandic
Umbúðir, í öðru lagi Íspakk
og í þriðja lagi Valdimar
Gíslason.
Valdimar Gíslason og Ís-
pakk voru sameinuð árið
1998 undir kennitölu fyrr-
nefnda fyrirtækisins. Icelandic
Group keypti síðan Valdimar
Gíslason-Íspakk á síðasta ári
og sameinaði Icelandic Um-
búðum undir nafninu VGI.
Valdimar Gíslason er elstur
þeirra fyrirtækja sem nú
mynda VGI, stofnaður 1932,
en Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, sem Icelandic Umbúðir
tengdust síðar, var sett á stofn
árið 1946.
Hlutur sjávarútvegsins 60-
70% af veltu VGI
Að sögn Páls Pálssonar, að-
stoðarframkvæmdastjóra VGI,
er hlutur sjávarútvegsins í
rekstri fyrirtækisins á bilinu
sextíu til sjötíu af hundraði.
„Við erum stórir á matvæla-
markaði hér á Íslandi, en að
mínu mati eru stækkunar-
möguleikar okkar ekki síst
erlendis,“ segir Páll Pálsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri
VGI, í samtali við Ægi.
Auk sölu á umbúðum og
ýmiskonar vörum og tækja-
búnaði til matvælaframleiðslu
segir Páll að VGI veiti ráðgjöf
á sviði matvælaframleiðslu og
pökkunar á matvælum. Þetta
á við um sjávarútveginn sem
og aðra geira matvælafram-
leiðslunnar.
Af rekstrarvörum sem VGI
selur má nefna vettlinga og
hanska, vinnufatnað, hnífa,
ýmsar smávörur, íblöndunar-
efni, vélar og tæki, m.a. Fo-
maco sprautuvélar, og hreinsi-
efni.
klukkustundir og helst þurfi
að neyta hans strax því ann-
ars sé hætta á að hann fúlni.
Þetta geti skapað ákveðinn
vanda, til dæmis fyrir veit-
ingamenn ef þeir vita ekki
hvort þeir eiga von á 10 eða
50 manns sem vilja í saltfisk
þann daginn. Þess vegna hafi
það hentað veitingamönn-
unum mjög vel að fá léttsalt-
aða fiskinn frystan því þá
geta þeir tekið fram og mat-
reitt það magn sem þörf er á
hverju sinni.
Áherslan á gæði
Á vegum Icelandic Iberia hef-
ur verið lögð mikil vinna í að
byggja upp vörumerkið sem
tákn um hágæða frystar sjáv-
arafurðir. Að sögn Hjörleifs
hafa íslenskar vörur og þá
sérstaklega saltfiskurinn enn-
þá mjög sterka gæðaímynd í
hugum Spánverja. Því hafi
þeir lagt áherslu á það í
markaðsstarfinu að tengja fyr-
irtækið annars vegar við upp-
runann á Íslandi og hins veg-
ar við þorskinn sem nú megi
kalla flaggskipið í vöruvalinu.
Hvort tveggja skírskoti til
þeirrar gæðaímyndar sem
menn eru að höfða til. Hann
segir hins vegar að sjálft nafn-
ið Icelandic hafi minna að
segja í þessu sambandi en
menn kynnu að halda, vegna
þess að yfirleitt sé ensku-
kunnátta Spánverja frekar lítil
og því tengi þeir Icelandic
ekkert endilega við Ísland.
Tíu ár að baki
Á síðasta ári var haldið upp á
10 ára afmæli Icelandic Iberia.
Hjörleifur segir að það hafi
verið mjög skemmtilegt og
gefandi að taka þátt í upp-
byggingunni. Þetta hafi hins
vegar verið mikil vinna og
fjarvistir við fjölskyldu drjúgar
vegna þeirra miklu ferðalaga
sem fylgja starfinu. Fyrirtækið
hefur vaxið mikið frá því það
hóf starfsemi og segir hann
ekkert benda til annars en að
það eigi að geta haldið áfram
að vaxa þótt það verði
kannski ekki eins hratt og
síðustu ár. „Við erum hins
vegar komin yfir mesta vaxt-
arfasann í bili og munum á
næstunni leggja áherslu á að
ná meiru út úr núverandi
starfsemi með því að hagræða
og straumlínulaga reksturinn,“
segir Hjörleifur Ásgeirsson,
forstjóri Icelandic Iberia, að
lokum.
Viðtal og myndir: Gunnar E. Kvaran.
S A L A S J Á V A R A F U R Ð A
Þ J Ó N U S T A
VGI – dótturfyrirtæki Icelandic Group:
Þjónustufyrirtæki við sjávar-
útveginn með langa sögu
Þrír af starfsmönnum VGI. Frá vinstri. Sigríður Þ. Sigurðardóttir, Magni Þ. Samson-
arson og Jóhann I. Þorsteinsson. Mynd: Sverrir Jónasson.
Hefðbundinn íslenskur saltfiskur er talsvert áberandi þegar komið er á matvæla-
markaði í Barcelona og er ekki ódýr miðað við aðra matvöru.