Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 12
98 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lantlið undir sig, yrði meðal hinna fyrstu til að hlaupa í faðm þeirra. Það er ein af hinum mörgu fjarstæðum, sem okkur kommúnistum er gefin að sök. Ég vil taka það skýrt fram, og ég er sannfærður um, að ég tala þar fyrir munn allra kommúnista á fslandi, að við viljum engin yfirráð Rússa hér á landi, frekar en nokkurrar annarrar þjóðar, t. d. Englendinga eða Þjóðverja, enda þótt þær hefðu komið á lijá sér skipulagi sósíalismans. Það er allt annað að þrá nýtt þjóðskipulag i líkingu við það, sem Rússar og aðrar sovétþjóðir liafa stofn- að, lieldur en vera fullir af einhverri sérstakri aðdáun fyrir þeim sjálfum eða vilja yfirráð þeirra. Við mynd- um ekki vijja hingað rússneskt setulið eða óska eftir rússneskri hjálp til þess að umsteypa hér þjóðskipulag- inu, þó að við séum engir vinir þeirrar valdakliku, sem hér ræður. Við viljum sjálfir vera ménn til að koma hér á því þjóðskipulagi, sem við óskum eftir, án er- lendrar aðstoðar. Við viljum, að fslendingar og allar þjóðir ráði sjálfar málum sínum. Við erum einmitt kom- múnistar og viljum sósíalisma af þeim ástæðum, að við treystum þvi, að liann skapi þjóðunum sjálfstæði, velmegun, frið og frjálsa menningu. Ég veit, að margir liér eru eða látast vera þeirrar skoðunar, að Sovétríkin liafi tekið upp heimsveldastefnu, sækist orðið eins og anðvaldsríki og fasistar eftir því að leggja undir sig lönd og afnemi sjálfstæði þeirra þjóða, sem ganga í samhand við þau. Það yrði til þess að sprengja alla umgerð þessarar ritgerðar, sem er eingöngu ætlað að fjalla um okkar eigin aðstöðu, ef ég færi að taka þetta mál hér til meðferðar, og verð ég heldur að gera það í sérstakri grein síðar. Afstaða okkar kommúnista til Sovétríkjanna markast af þvi, að við erum sannfærðir um, að þau eru bandamenn alþýðunnar í heiminum, þó að ýmsar ráðstafanir, sem þau nevðasl til að gera á stríðstímum, umsetin af óvinarikjum, geli á yfirborð- inu litið út sem andstæðar stefnu sósíalismans. Ef til

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.