Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 14
100 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að sækja, ófrjáls um afurðasölu, verzlun og viðskipti. Öll sambönd eru rofin við þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar og menningarlega tengdar gegnum alla sögu. Ökkur er kastað út í nýja tilveru, liöggvið i svip á öll alþjóðleg samtök, sem gáfu alþýðu liér sem annars stað- ar aukinn lífsmátt og þrek til að verjast stéttarlegri lcúgun. Við erum í senn einangruð þjóð og liáð er- lendu valdi, lieima í eigin landi. Og enn eigum við verra á liættu, að annað erlent vald, sízt mjúk- lientara, leitist við að hremma okkur, svo að hér verði háð stríð í landinu. En livers konar ofríki, sem við kunn- um að verða beittir af erlendum ríkjum, eigum við á næstunni hvergi styrks að leita nema hjá samtakamætti og viðnámsþrótti okkar sjálfra. Aldrei í sögunni liefur reynt á íslenzku þjóðina á sama hátt og nú. Við lifum nú og á næstunni sjálfa eldskírn hinsíslenzkasamfélags.Það er á ábyrgð okkar kynslóðar að koma þjóðfélagi íslend- inga heilu og höldnu gegnum þá mestu hættutíma, sem við þekkjum úr sögunni. Nú reynir á þjóðarheildina, og hvern einstakling innan hennar. Nú reynir á það, ekki i orði lieldur i verki, að íslendingar séu trúir sjálfum sér, þeim beztu eðliseinkunnum, sem lífsreynsla þjóð- arinnar í samhúð við þetta land hefur ræktað hjá þeim á undangengnum öldum. Nú reynir á, að vernda hina heztu arfleifð íslendinga. Þeirri grósku, þeirri félagslegu menningu, því nýja lífi, sem siirottið hefur við nýmynd- un þjóðfélagsins á þessari öld, ber okkur ekki sízt skylda til að hlúa að. Við megum hvorki á einn hátt né annan láta drepa niður kjark okkar til vaxandi þroska og menningar. I annan stað munum við þurfa að rækta með okkur þá eiginleika ýmsa, sem hezt hafa dugað okkur fyrr á öldum. Við munum þurfa á því að lialda að bræða saman í eitt alla beztu krafta fortíð- ar og nútíðar og steypa allt þjóðfélag okkar í nýtt, sam- felldara og' sterkara mót. Við verðurn þetta timabil að

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.