Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Síða 35
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 121 færri og valdari menn og látiö þá fáu menn og dóma þeirra, hvort sem var til lofs eða aðfinnslu, hafa miimi áhrif á sig. ★ Frú Ingeborg sagði mér sögu þá, sem hér fer á eftir. Eg skal ekki ábyrgjast, að hún sé nákvæmlega sönn, því að enginn af kunningjum Jóhanns, sem eg lief talað við, kannast við hana. En hún lýsir lionum svo vel, að hún er þess virði að falla ekki í gleymsku, jafnvel þótt hún kunni að vera eitthvað orðum aukin, annaðhvort af Jó- hanni sjálfum eða konu hans. Jóhann átti einu sinni heima úti í Valby. Eitt kvöld rakst hann þar einn ofan í veitingakjallara að fá sér glas af öli og sá bráðlega, að hann var fallinn í hendur reyf- ara. Allir gestirnir voru auðsjáanlega af lakasta tagi, og þegar þeir sáu sæmilega búinn mann, sem vel gat verið einhver einfeldningur, nýkominn til borgarinnar með tals- vert af peningum, var það þegjandi samþykkt, að hann skyldi ekki þaðan sleppa fyrr en hann væri rúinn inn að skyrtunni. Margir hafa komizt í svipaða klípu, og úr orðið flótti eða liandalögmál. En þegar gestirnir bjuggust til að veita Jóhanni aðgöngu, snerist hann á hendur þeim og liélt yfir þeim þrumandi skammaræðu. Hann benti þeim á, hvað það væri hlægilega auðvirðilegt af heilum hóp glæpamanna, í borg, sem væri full af stórbönkum, að ætla að fara að ræna einn fátækan rithöfund! Enda bæri allt útlit þeirra og vesaldómur vott um, að þeir hefðu engin tök á þessari atvinnu, sem þeir hefðu valið sér. — Fyrst hafði þetta ef til vill ekki verið annað en bragð Jóhanns til þess að losna við bófana, en nú var hann kominn í spor þeirra, hreifst með af sínurn eigin orðum og sá hverja sýnina á fætur annarri: Það, sem þá vantaði, væri viðsýnn og djarfur foringi, sem setti þeim mikil viðfangs- efni, stjórnaði þeim, kenndi þeim að vinna saman og hefði vit fyrir þeim. Náungarnir voru hrifnir. Þeir buðu Jó- hanni forustuna: Þú hefur ímyndunarafl, áræði, gáfur, 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.