Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 47
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
133
um frönskum myndum og flestar gerast að nokkru
leyti í réttarsal. En hin snilldarlega meðferð verkefn-
anna, liinar hlífðarlausu sönnu sálarlýsingar, hin
næmustu blæbrigði stemmninga, og síðast en ekki
sizt fagurt og vandað mál, bæta margsinnis upp gall-
ana.
— — — Vandað og fágað mál einkennir og enskar
kvikmyndir og eru þær því ólíkt hollari en amerisk-
ar þeim, er kynnast vilja enskri tungu. Fram á siðari
ár Iiefur lítið orð farið af enskum kvikmyndum, en
upp á síðkastið hefur ensk kvikmyndaframleiðsla stór-
um aukizt og batnað, og frá Englandi hafa komið
nokkrar af allra beztu myndum síðustu ára, svo sem
„Borgarvirki“ („The Citadel“) eftir sögu Cronins og
„Good bye Mr. Chips“ eftir samnefndri sögu Hiltons.
Englendingar eru snillingar í gerð ævintýra-mynda og
spennandi leynilögreglu-mynda.
Enn er ógetið þýzkra kvikmynda og er síður en svo,
að ég liafi viljað spara það bezta, þar til síðast. Þjóð-
verjar liafa átt ýmsa braulryðjendur í sögu kvikmynda-
listarinnar, en siðan nazistastjórnin komst lil valda,
hefur kvikmyndaframleiðslu farið stórlega aftur á sama
hátt og bókmenntum og málaralist og annarri andlegiú
framleiðslu. Þýzkar kvikmyndir síðustu ára eru flest-
ar fjálgar áróðursmyndir, mjög lítils listræns gildis,
eða leiðinlegar „gaman“-m}mdir. Undantekningar eins
og hin ágæta kvikmynd „Heimfararleyfi gegn heiðurs-
orði“ og Olympíu-kvikmynd Leni Riefenstahls sanna
aðeins regluna. Það er þvi lítt skiljanlegt og harla
hörmulegt, að svo mikið skuli vera sýnt af þýzkum
kvikmyndum heima. Hér í Svíþjóð er nær hætt að sýna
þýzkar kvikmyndir. Smekkur fólksins er orðinn það
þroskaður, að það vill ekki sjá þær. Franskar og ensk-
ar kvikmvndir njóta aftur á móti sívaxandi hylli.