Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 50
Vilmundur Jónsson: Til varnar lýðræðinu. Á siðasta þingi flutti Jónas Jónsson, Pétur Ottesen og félags- málaráðherra þingsályktunartillögu, er átti að heita „til vernd- ar lýðræðinu". Ýmsum þingmönnum þótti tillagan hvorki að efni né formi þinghæf með lýðræðisþjóð, heldur miklu frem- ur ófyrirleitin árás á allt lýðræði í landinu. Fer hér á eftir ræða, sem Vilmundur Jónsson, landlæknir, flutti gegn tillög- unni. Þykir okkur hún þess verð, fyrir snilli sakir, að geym- asl í Timaritinu og koma lesendum þess fyrir sjónir. R i t s t j. Tillaga til þingsályktunar vegna flokksstarfsemi, sem er ósamrýmanleg öryggi ríkisins. Flm.: Jónas Jónsson, Pétur Ottesen og félagsmálaráðherra. — Sameinað Alþingi álykt- ar að lýsa því yfir, að það telur ekki viðunandi, að þeir menn gegni trúnaðarstörfum fyrir þjóðfélagið, eða sé sýnd- ur vottur um sérstakt traust og viðurkenningu ríkisins, sem vitanlegt er um að vilja gerbreyta þjóðskipulaginu með ofbeldi, koma íslandi undir erlend ríki, standa í hlýðn- isaðstöðu um íslenzk landsmál við valdamenn i öðrum þjóðlöndum eða vinna á annan hátt gegn fullveldi og hlut- leysi rikisins, svo sem með þvi að starfa i pólitískum fé- lögum með einræðisskipulagi, sem er ósamrýmanlegt efni og anda stjórnarlaga í lýðfrjálsum löndum. Tillaga sú til þingsályktunar, sem liér liggur fyrir lil umræðu og nú hefur verið mælt fyrir, hreyfir við svo þýðingarmiklu vandamáli, að hún er að mínum dómi og ýmissa annarra hv. þingmanna of losaralega hugsuð og orðuð af of flausturslegri og fyrirhyggjulausri létt- úð til þess að hæfa jafn háalvarlegu úrlausnarefni og því, hvernig vernda skuli lýðræðið í landinu og sjálfstæði ríkisins gegn aðsteðjandi hættum.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.