Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 58
Gunnar Gunnarsson: Afskipti erlendra þjóða viljum vér engin. Erindi flutt að Laugum sunnudaginn 14. júlí 1940. „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur skal safna liði“ .... Það er runninn á- sjálegur vatna-agi til sjávar, síðan konu einni íslenzkri urðu þessi orð á vör á sár- ustu stund ævinnar og einni af örlagastundum lands vors. Enda réðu orð þessi örlögum; réðu því, að ekki var gefizt upp fvrir ofbeldis- seggjunum, heldur haldið karlmannlega á málum. Langt er nú síðan, að vit var í því og geta til þess hér á íslandi að láta sér slík orð um munn fara gegn vopn- studdum erlendum yfirgangi. Víst er aðstaða vor nú önnur og örðugri og smærri, en vel mega þó íslenzkar konur, vel má islenzk æska á líðandi stund minnast þess- ara orða og þeirrar konu, er þau mælti. Ekki til að und- irbúa neins konar hefndaratgerðir; slíkt væri fávizka og enda ógerlegt; heldur til þess að eiga sinn þátt í því að vernda þó ekki sé nema virðingu þjóðarinnar á þeim hættutimum, er yfir standa.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.