Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 59
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
145
Yður er öllum aðstaðan kunn.
Hörmungar miklar liafa chmið yfir álfu vora. Ileil
héruð fagurra og frjósamra landa eru gerð að hlóðvelli,
þar sem leiddur er fram kjarni þjóðanna til mannvíga.
Og þó að oft hafi verið vaðinn allmikill hlóðelgur á yfir-
borði jarðar vorrar, þá mun nú samt yfir taka. Enn er
óséð um endalok þessara höldrjúgu hróðurmorða, og
engum getum hægt að því að leiða, hvort það, sem hing-
að til hefur gerzt, er annað og meira en upphafið að
liildarleik, er kynni að leggja hnött vorn í eyði áður en
lýkur, nema ef eftir skyldu verða einhverjar dreifar meira
og minna bæklaðs og eitursoðins mannkyns i aumasta
vesaldómi og hryllilegu öngþveiti. Margt bendir til, að
vera megi, að vér nálgumst þá tíð, að um heim gervallan
hræður berjist og að bönum verðist, eins og völva vor
sá fyrir.
Þannig er útlitið víða um lönd — en maður, líttu
þér nær:
Hrannir stórstyrjaldar álfu vorrar hafa hingað til
moltnað á hafinu, áður en þær náðu vorum ströndum.
Á strandlengjum Islands skullu þær ekki til þessa af
neinum verulegum kynngikrafti. Stundum högnuðumst
vér encla allvænlega á óförumí hræðra vorra úti um heim.
Hversu hollur sá hagnaður var, er annað mál. Frá sið-
ustu styrjöld er til Ijótt íslenzkt orðtak, sem lýsir niður
í afkima fáránlegs andvaraleysis og soralegrar spillingar:
„Blessað striðið!“ Menn töldn sig óhulta og þótti stríðs-
gróðinn nrikil guðs gjöf.
I dag horfir þetta öðru vísi við.
Það var huliðshjáhnur fjarlægðarinnar, sem gegnum
liðnar aldir frelsaði þessa afskekktu eyju frá ógnum hern-
aðarins og óeirðum öllum öðrum en þeim, er vér háðum
sjálfir og einir í vorn lióp endur fyrir löngu — nema ef
telja skyldi Tyrkjaránin svo nefndu. Nú er sá huliðs-
hjálmur brostinn.
Á högum vorum hefur eigi alls fyrir löngu orðið ör-