Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 61
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 147 til neyddir, jafnvel ekki þótt otað verði byssiun. Hræðist ekki þá, sem likamann deyða, stendur skrifað. * Það mun þykja sjálfgefið, að vér stöndum sameinuð, hér eftir sem hingað til, um sjálfstæði lands vors, íslenzkt þjóðerni, íslenzka menningu og mál. Til þess að það megi lánast, þarf fyrst og fremst ákveðinn vilja, ærna skap- festu og óbifandi trú og trúmennsku. Engin þessara dyggða getur þrifizt nema í brjósti, sem á manneðli sitt óspillt. Og óspillt manneðli grundvallasl á virðingu fyrir sjálfum sér og fastri og óhaggandi takmörkun á því, livað maður telur sér samboðið og hvað ósamhoðið. Hér er því ástæða til að leggja fyrir menn og konur, og þó einkum æsku landsins, spurningu, sem að vísu er ærið nærgöngul, en ekki snertir einkamál, spurningu, sem sag- an mun svara hlífðarlaust, ef vér sjáum hana ekki fyrir og svörum henni sjálfir með orðum og gerðum. Spurn- ingin er þessi: Hvernig er orðið um virðingu manna og kvenna fyrir sjálfum sér? Og einkum og sér i lagi: Hvernig er framkoma íslenzkra manna og kvenna, og hefur verið, gegn hervaldi því, er brotið hefur á oss hlut- lausum og óvopnuðum frið og lög, traðkað rétti vorum, og með því athæfi boðið heim ásókn þjóðar þeirrar, er það á í ófriði við, og þar með gert það líklegt, ef ekki óhjákvæmilegt, að ógnir þær og fár, það gerræði og sú grimmd, sem vopnaviðskiptum fylgja, megi herast inn á friðsama firði eyju vorrar og ef til vill upp um dali, ærandi og særandi, eyðandi og deyðandi? Hvernig höfum vér íslendingar snúizt við þeim mönnum, er leitt liafa þennan voða yfir land vort og þjóð? Ég tel vægt að orði komizt, ef sagt er, að framkoma vor gegn hertekningu lands vors og hertökumönnunum, hertökuþjóðinni, hafi borið all-lítinn keim þeirrar ís- lenzkrar skapgerðar framan úr öldum, sem vér geipum mest af og dáumst háværast að, þegar talið herst að sög- um vorum. I sambandi við hertekningu landsins hafa til

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.