Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 77
Gestur Guðfinnsson: Febrúardagur. Jörðin er hvarveina læst í frerans fjötur. Febrúarsnjórinn liggur á sundum og hæðum. Hestar og sauðir standa við stalla og jötur. ■Jorkandi isnepjan þraukar á gaddsins svæðum. Og djúpt undir hjarninu ísstorknu úthagamúsin innibyrgð kúrir i holunni sinni i mónum. En vetrarins fuglar flögra i nánd við húsin, fátækir gestir, sem tína kornin úr snjónum. Og fátæk er byggðin i febrúarkveldsins skuggum, fjarlæg og nálæg hverfandi í myrkur nætur. Dreif út um landið sjást Ijósin i bæjanna gluggum logandi viðsvegar einstök við fjallanna rætur. Og fólkið er þunglynt og fámálgt í vetrarins striði, en fáleiki þagnanna er djúp, sem hugina skilur. Það biðst ekki vægðar, en berst, þó að kuldinn sviði, i brjóstinu leynist norrænn þróttur og ylur. — Og innibyrgð kúrir músin í holunni i mónum. — í mannsbrjóstsins þögn er andstreymi daganna borið. En lífsóskir fólksins flögra yfir miðsvetrarsnjónum og fá ekki hvild eða ró, því að þrá þeirra er — vorið.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.