Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 79
Kristinn Pétursson: Tónmynd haustsins. liomið er haust, kveður með raust Kári við naust. Kotin í kafi, klaki i moldu, feigð ijfir foldu, fárviðri i hafi. Fannirnar skefur, og fjúkinu vefur um fiskiþorpið. Hrafnarnir flögra, hundunum ögra og sækja í sorpið. Iiarlar sjást kjaga með klaka i skeggi í hríðanna hreggi um haustmyrka daga. Þeir stefna til sjávar, stanza og spá þar og stappa i jörðu. Brotsjóir stranda á brimsorfnum granda. Hart mætir hörðu. Og karlarnir efa, og karlarnir þrefa, og kartarnir stara, mórauðu spýta og mislitu snýta, freðnir til fara. Stafskipin standa gegn stormviðri haustsins i næðingi naustsins. Það næst ekki branda. En hvað er um kotin? Húsfreyjan lotin að hlóðunum skarar. Talar við Drottin, telur í pottinn og sparar og sparar. Krakkarnir hlæja, kveina og æja. Konurnar tala og kaffilögg sötra, klæddar i tötra. Kettirnir mala. Og Kári við naust kveður með raust: Komið er haust.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.