Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 79
Kristinn Pétursson:
Tónmynd haustsins.
liomið er haust,
kveður með raust
Kári við naust.
Kotin í kafi,
klaki i moldu,
feigð ijfir foldu,
fárviðri i hafi.
Fannirnar skefur,
og fjúkinu vefur
um fiskiþorpið.
Hrafnarnir flögra,
hundunum ögra
og sækja í sorpið.
Iiarlar sjást kjaga
með klaka i skeggi
í hríðanna hreggi
um haustmyrka daga.
Þeir stefna til sjávar,
stanza og spá þar
og stappa i jörðu.
Brotsjóir stranda
á brimsorfnum granda.
Hart mætir hörðu.
Og karlarnir efa,
og karlarnir þrefa,
og kartarnir stara,
mórauðu spýta
og mislitu snýta,
freðnir til fara.
Stafskipin standa
gegn stormviðri haustsins
i næðingi naustsins.
Það næst ekki branda.
En hvað er um kotin?
Húsfreyjan lotin
að hlóðunum skarar.
Talar við Drottin,
telur í pottinn
og sparar og sparar.
Krakkarnir hlæja,
kveina og æja.
Konurnar tala
og kaffilögg sötra,
klæddar i tötra.
Kettirnir mala.
Og Kári við naust
kveður með raust:
Komið er haust.