Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 96
182 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og er á Andvökum, og eru allir félagsmenn, sem vilja tryggja sér það, beðnir að snúa sér til umboðsmanna í tæka tið. í fyrra missti fjöldi félagsmanna af skinnbandinu vegna þess, að þeir athuguðu ekki að panta það fyrirfram. Nú hefur verð á skinn- bandi hækkað geysilega, og verðum við að selja það félagsmönn- um á 7 krónur. Því miður hlýtur útgáfa félagsins að verða minni nú en síðast- liðið ár. Verðlag á prentun og pappír liefur hækkað mjög mikið, og við höfum ekki í neinn sjóð að hlaupa. Vegna verðhækkun- ar á miðju ári í fyrra og tjóns á upplagi aðalbókarinnar, varð halli á útgáfunni, sem vinna verður upp. Strax á næsta ári kem- ur verk, sem félagið verður að kosta miklu til: það er mann- kynssagan, sem félagsmenn bíða með eftirvæntingu. Ásgeir Hjart- arson, sagnfræðingur, er nú kominn vel á veg með fyrsta bindið. Ég verð að fresta, þangað til í næsta hefti, að ræða frekar um útgáfuna á næstunni. En ég vil leggja þá spurningu fyrir ykkur félagsmenn: Iívað viljið þið, að gert sé útgáfunni til eflingar umfram það, sem nú eru efni til? Viljið þið styrkja félagið meira? Við hiðjum ykkur að skrifa og koma fram með tillögur. Vegna hins fjandsamlega áróðurs, sem rekinn hefur verið gegn Máli og menningu, liefur stofnendum og stjórnendum félagsins þótt nauðsynlegt að hlaða um félagið sterkari varnargarð mikils- metinna áhugamanna í Reykjavík, sem ekki vilja þola, að þetta menningartæki íslenzkrar alþýðu sé ofsótt né starfsemi þess hnekkt. Heimskringla h/f og Félag róttækra rithöfunda hafa af- salað s'ér rétti til að kjósa stjórn Máls og menningar, en hafa i þess stað tilnefnt 25 manna ráð, er semji ný lög fyrir félagið og kjósi stjórn þess til hráðabirgða, því að annað fyrirkomulag kann að þykja heppilegra s'íðar. Hefur i sambandi við þessa nýju ráðstöfun, sem er reyndar ekki ákveðin til fulls enn, orðið sú hreyting á stjórn félagsins að liana skipa nú auk Halldórs K. Laxness, Sigurðar Thorlacius og mín, tveir nýir menn, prófessor Sigurður Nordal og Ragnar Ólafsson, lögfræðingur. Halldór Stef- ánsson og Eiríkur Magnússon gengu úr stjórninni. Voru þeir heitustu hvetjendur þess, að félagið var stofnað, og hafa frá upp- hafi unnið af óeigingjörnum áliuga að vexti og viðgangi Máls og menningar. Veit ég, að þeir munu gera það eins framvegis, þó að þeir eigi ekki sæti í stjórn félagsins. Vil ég að endingu láta félagsmenn vita, að Mál og menning- er sifellt vaxandi, þrátt fyrir alla samkeppni. Þjóðin skilur, hvers virði félagið er, ekki sizt á þessum tímum. Kr. E. A.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.