Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 7
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
181
andstyggð frönsku þjóðarinnar, hurfu á brott í fylgd sinna þýzku
húsbænda, án þess að vera þess megnugir að veita minnstu mót-
spyrnu og án þess að þeirra sæjust nokkur merki. Leyfið mér í þessu
sambandi að segja ykkur skrítlu, sem er í senn smellin og táknræn.
Hin svonefnda Vichy-stjórn hafði í byrjun ársins 1943 kunngert
með miklum bægslagangi stofnun nýrrar herdeildar, sem hlaut hið
íburðarmikla nafn, Fyrsta herdeild Frakklands. Þið munið það vafa-
laust, að hinn svokallaði vopnahlés-her — þ. e. a. s. það, sem Þjóð-
verjar skildu eftir af franska hernum 1940 — hafði verið leystur
harkalega upp 11. nóvember 1942, þegar svæðið, sem þangað til
hafði verið kallað frjálst, var hernumið. I þessa Fyrstu herdeild
Frakklands — það er næstum óþarfi að taka það fram — hafði verið
valið af stökustu kostgæfni. Þar sem borgaralögreglan og herlögregl-
an þótti næsta ótrygg, þá átti þessi herdeild að vera stofnendum
sínum eins konar æðsti vörður. Nú er svo sagt, að þá er innrás
bandamanna kom, hafi Laval hugsað sér að kveðja hina rómuðu
herdeild til vopna. En foringi hennar benti á ýmsa annmarka, sem
á því væru. „Það eru svo margir í orlofi,“ sagði hann. „Kallið þá
að heiman,“ sagði Laval. „En,“ hélt foringinn áfram, vandræða-
legur, „þeir eru gengnir í lið með skæruliðunum.“
Hægt væri að tína til ýmislegt fleira, sem mundi sýna algert getu-
leysi þeirra, sem tókst svo lengi að slá ryki í augu útlendingum, sem
ekki voru nógu kunnugir málavöxtum. En sleppum því.
Þegar hin fáránlega nazista-spilaborg, sem hrófað hafði verið upp
á franskri jörð, var að hrynja til grunna á hinn aumkunarverðasta
hátt, settist að í höfuðborginni sú sanna franska stjórn, sú eina,
sem franska þjóðin vildi þýðast, bráðabirgðastjórn franska lýð-
veldisins með de Gaulle hershöfðingja í forsæti. Þið hljótið að vita,
af hvílíkum guðmóði Frakkar fögnuðu þeim manni, sem frá því í
júní 1940 hafði verið ímynd ættjarðarinnar, sem nú var hrjáð og
hrelld, en þó stolt og trú sínu innsta eðli.
Aðkoman hjá stjórn de Gaulles hershöfðingja var köld. Um það
tala nokkrar tölur skýrustu máli. 135.000 hermenn höfðu fallið á
árunum 1939 og 1940; 1. 180.000 fangar voru í Þýzkalandi; um
50.000 gislar höfðu verið teknir af lífi; 100.000 menn höfðu dáið
í fangelsum og fangabúðum; ein miljón barna hafði dáið hungur-