Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 8
182
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
dauða; fæðingatalan var fallin úr 70.000 niður í 45.000; tala berkla-
tilfella hafði vaxið um 50 af hundraði vegna næringarskorts. Við
þetta bættist, að mikill fjöldi borga og þorpa var í eyði, hundruð
þúsunda manna heimilislausir, samgöngukerfið fært úr lagi, aðal-
hafnirnar eyðilagðar eða ónothæfar, járnbrautir, vegir, talsíma- og
ritsímalínur í ólestri, 4.000 brýr brotnar, 70 af hundraði af járn-
brautarvögnum ónothæfir, íbúar borga í svelti, o. s. frv.
Þannig blasti heimalandið við de Gaulle hershöfðingja, er hann
hélt innreið sína í París, 25. ágúst, en þann sama dag kunngjörði
hann af svölum ráðhússins vilja Frakklands til að finna aftur forna
frægð og hét á Frakka að duga nú sem bezt.
Franska þjóðin varð jafnskjótt sem einn maður við þessari hvatn-
ingu. Síðan hefur miklu verið áorkað. Aðalvandamálið, samgöng-
urnar, er að leysast fyrir fórnfýsi starfsfólksins, sem leggur á sig allt
að 85 stunda vinnu á viku. Járnbrautir og vegir færast í lag smám
saman, skyndibrýr eru lagðar, talsíma- og ritsímalínur eru bættar,
flugferðir teknar upp að nýju o. s. frv. í París tókst á skömmum
líma að koma gas- og rafmagnsleiðslum borgarinnar í samt lag, og
neðanjarðarbrautin er aftur komin í notkun. Matvæladreifing batn-
ar með hverjum degi.
Það er annars bezt að taka það undir eins fram — og það verður
ein bjartasta liliðin á ástandinu í Frakklandi núna — að þegar flutn-
ingakerfinu hefur verið kippt í lag, mun matvælavandamálið leys-
ast skjótlega vegna hinna miklu auðlinda heimalandsins — þar sem
óvinirnir fara nú ekki lengur ránshendi — og vegna auðlinda ný-
lendnanna, þar sem stjórnin hefur þegar komið upp birgðum. Af
yfirlýsingu, er landbúnaðarráðherra, hr. Tanguy-Prigent, gaf ný-
lega, er ljóst, að uppskera verður yfirleilt góð í Frakklandi í ár.
Kornuppskeran hefur verið ágæt, þrátt fyrir yfirför herjanna. Hveiti-
magnið verður töluvert, kartöfluuppskeran góð. Vínuppskeran, sem
nú mun vera nýlokið, virtist mundu verða allgóð.
Landbúnaðurinn gefur þjóðinni þvi ekki tilefni til að æðrast.
Iðnaðurinn ekki heldur. „Frakkland“, sagði hr. Mendsés-France,
viðskiptamálaráðherra nýlega, „má treysta því, að framleiðslan
færist brátt í horf. Mikill hluti iðnaðar okkar og námur okkar í
Norður-Frakklandi standa óhaggaðar.“ Það má benda á, að þetta