Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 14
188 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nú en áður og framkvæmdavaldið liaft öflugra. Þess verður gætt að forðast tíð stjórnarskipti, en þau voru plága fyrrum. En stjórnlagaþingið mun ekki setja lög fyrir heimalandið eitt, og verður það merkileg nýbreytni. Það mun einnig setja lög fyrir nýlenduveldið, fyrir löndin handan við hafið. Það mun ákveða hin nýju bönd, sem tengja eiga þetta nýlenduvald heimalandinu. Þessi styrjöld hefur fært heimalandið og nýlenduvaldið miklu nær hvort öðru og leitt það berlega í ljós að styrkja þarf tengslin milli þeirra. Af undirbúningsstarfi, sem innt var af hendi í fyrra fyrir atbeina de Gaulles hershöfðingja og stjórnarinnar, er auðséð, að umfangs- mikið ríkjasamband Frakklands og nýlendna þess er í uppsiglingu. Þetta var það, sem kallaði nýlega fram á varir einhvers, sem ég man ekki hver var, þessi orð: „Brátt mun ekki verða sagt: Frakkland, 42 miljónir íbúa, heldur Frakkland 100 miljónir íbúa.“ Tölur þær, sem ég var nú að nefna, kalla fram í huga mér aðrar, sem ég nefndi í upphafi erindis míns og leiddu í Ijós, hvílíkt afhroð Frakkland hefur goldið af völdum styrjaldarinnar. Þessi missir, sem kemur í kjölfar mannfallsins frá fyrri heimsstyrjöld, getur sýnzt kvíðvænlegur, þegar litið er á það, að Frakkar eiga yfirleitt við mannfæð að stríða'. En á þessu sviði verður líka liafizt handa. Barnmörgum fjölskyldum verður mjög ívilnað, og sérstök lagasetn- ing um borgararéttindi mun koma til. Er það ekki táknrænt, að í núverandi stjórn skuli vera einn ráðherra, sem fer með fjölskyldu- mál? Nú þegar hefur stjórnin aukið styrk til fjölskyldna stórum og gert hlut liinna barnmörgu betri en nokkru sinni fyrr. Við getum verið viss um, að á þessu sviði mun þjóðarkenndin og ættjarðar- ástin, skerpt í deiglu auðmýkinga síðustu ára, vinna sitt verk. Meðan á þessu stendur, heyr Frakkland sitt stríð, og það er meira að segja efst á baugi hjá því. Réttara væri þó að segja, að það héldi áfram styrjöldinni, því að það hefur í rauninni aldrei hætt henni, svo er fyrir að þakka hermönnum de Gaulles hershöfðingja. Þeir hafa verið á öllum vígstöðvum síðan í júní 1940. Afríku- herinn tók upp bardaga að nýju í nóvember 1942, og skæruliðar, franski heimaherinn og jafnvel óbreyttir borgarar hafa veitt óvin- unum viðnám. Og Frakkland mun halda áfram styrjöldinni, ekki einungis þangað til Þýzkaland bíður ósigur, heldur allt til þess, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar: 3. tölublað (01.12.1944)
https://timarit.is/issue/380786

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. tölublað (01.12.1944)

Gongd: