Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 17
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
191
geitskór sá það, þó að þeir sæju það ekki, höfðingjarnir, sem áttu
að velja hinu nýja Alþingi stað. 1 dökkum augunum bregður
snöggvast fyrir leiftri. „Dýpra, dýpra,“ tautar hann, „já, dýpra,
dýpra.“
Svo stendur hann upp. Fylgdarmennirnir eru að hotta lestinni
af stað, en eftir stendur hvítur hestur með reiðtygjum, bundinn
við stein. Ferðamaðurinn gengur niður frá gjánni að hestinum,
klappar honum um hálsinn, snýr sér við og lítur enn einu sinni yfir
vellina og vatnið. Svo stígur liann á bak, heldur þunglamalega, og
heldur á eftir lestinni, norður vellina.
Hver skyldi hann annars vera, þessi maður, sem getur leyft sér
að ferðast svona um hábjargræðistímann? Sá er nú líklega ekki al-
veg á flæðiskeri staddur. Nei, það má nú segja, hann er ekki á flæði-
skeri. Ef þú hefðir spurt um hann heiina á Þingvöllum þennan
morgun, þá er vísast, að þér hefði verið svarað á þessa leið: Ég
trúi hann heiti Jónas Hallgrímsson, og hann kvað vera einn af þess-
um Fjölnismönnum, svo þokkalegir sem þeir eru. Þeir kalla hann
náttúruskoðara, ójá, ég kann að nefna það, og hann kvað ætla hér
upp á fjöll til þess að skoða Breiðinn. Það var þá líka svo þarflegt.
Hugsazt getur, að eitthvað af yngra fólkinu hefði látið orð falla
um það, að reyndar hefði hann ort nokkur kvæði, sem væru hreint
ekki afleit. Hitt má og vera, að einhver vinnukonan hefði ymprað á
því, að hann væri sjálfsagt göldróttur, og ætti kynstrin öll af nátt-
úrusteinum.
Svo að þetta er þá Jónas Hallgrímsson. Þú hefur ef til vill hugsað
þér hann öðruvísi, ef til vill ætlað, að fólk hafi haft hann í hávegum,
dáðst að honum, unnað ljóðum hans, eins og við gerum nú. En
slíku var ekki að heilsa á því herrans ári 1841. Jú, hann þótti gáf-
aður, það vantaði ekki. En aftur var margt í fari hans, sem fólki
líkaði ekki, einkum fínu fólki. Hann var að yrkja þetta og dútla
eitthvað við náttúrufræði, en hvaða framtíð var það fyrir mann,
sem ekki átti skóþvengs virði? Fátækur og ráðdeildarlaus, það var
hann. Og loks kom svo þetta, að hann var lifandi og gat haft gott
af viðurkenningu. Viðurkenningin, það er alltaf nógur tíminn með
hana. Hún getur að minnsta kosti komið í líkræðunni og eftirmæl-
unum, ef ekki fyrr.