Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 17
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 191 geitskór sá það, þó að þeir sæju það ekki, höfðingjarnir, sem áttu að velja hinu nýja Alþingi stað. 1 dökkum augunum bregður snöggvast fyrir leiftri. „Dýpra, dýpra,“ tautar hann, „já, dýpra, dýpra.“ Svo stendur hann upp. Fylgdarmennirnir eru að hotta lestinni af stað, en eftir stendur hvítur hestur með reiðtygjum, bundinn við stein. Ferðamaðurinn gengur niður frá gjánni að hestinum, klappar honum um hálsinn, snýr sér við og lítur enn einu sinni yfir vellina og vatnið. Svo stígur liann á bak, heldur þunglamalega, og heldur á eftir lestinni, norður vellina. Hver skyldi hann annars vera, þessi maður, sem getur leyft sér að ferðast svona um hábjargræðistímann? Sá er nú líklega ekki al- veg á flæðiskeri staddur. Nei, það má nú segja, hann er ekki á flæði- skeri. Ef þú hefðir spurt um hann heiina á Þingvöllum þennan morgun, þá er vísast, að þér hefði verið svarað á þessa leið: Ég trúi hann heiti Jónas Hallgrímsson, og hann kvað vera einn af þess- um Fjölnismönnum, svo þokkalegir sem þeir eru. Þeir kalla hann náttúruskoðara, ójá, ég kann að nefna það, og hann kvað ætla hér upp á fjöll til þess að skoða Breiðinn. Það var þá líka svo þarflegt. Hugsazt getur, að eitthvað af yngra fólkinu hefði látið orð falla um það, að reyndar hefði hann ort nokkur kvæði, sem væru hreint ekki afleit. Hitt má og vera, að einhver vinnukonan hefði ymprað á því, að hann væri sjálfsagt göldróttur, og ætti kynstrin öll af nátt- úrusteinum. Svo að þetta er þá Jónas Hallgrímsson. Þú hefur ef til vill hugsað þér hann öðruvísi, ef til vill ætlað, að fólk hafi haft hann í hávegum, dáðst að honum, unnað ljóðum hans, eins og við gerum nú. En slíku var ekki að heilsa á því herrans ári 1841. Jú, hann þótti gáf- aður, það vantaði ekki. En aftur var margt í fari hans, sem fólki líkaði ekki, einkum fínu fólki. Hann var að yrkja þetta og dútla eitthvað við náttúrufræði, en hvaða framtíð var það fyrir mann, sem ekki átti skóþvengs virði? Fátækur og ráðdeildarlaus, það var hann. Og loks kom svo þetta, að hann var lifandi og gat haft gott af viðurkenningu. Viðurkenningin, það er alltaf nógur tíminn með hana. Hún getur að minnsta kosti komið í líkræðunni og eftirmæl- unum, ef ekki fyrr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.