Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 21
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
195
því engar sögur fara af því, hefur verið' harla stórfenglegt og runnið
yfir rendur beggja hinna eldri hraunanna. Það hylur alla norðurhlíð
fjallsins, frá norðaustri til suðvesturs, og er að heita má alveg
gróðurlaust. Það hefst ekki upp í hóla né hnígur í lægðir, eins og
flest önnur hraun, heldur hefur það runnið fram jöfnum straumi
og orðið þá að stórum, flötum hellum eða löngum hraunrindum
með lægðum á milli, sem fylltar eru dökkgráum hraunsalla.
011 þessi hraun hafa undantekningarlaust fallið frá tindi fjalls-
ins, en þar uppi verður geysimikill gígur. Að vísu gat ég ekki gengið
á fjallið til þess að athuga hann sjálfur, en ég hef það bæði eftir
sögusögnum greinagóðra manna, og eins gat ég greint það í sjón-
aukanum, því að snjórinn, sem annars liggur efst á fjallinu, hefur
ekki fyllt gíginn svo með öllu, að ekki sjáist í hraunhamrana, er
lykja um hann.“
Þannig lýsir náttúruskoðarinn, Jónas Hallgrímsson, fjallinu
Skjaldbreið. Skáldinu segist annan veg frá. í huga þess er Skjald-
breiður fjallið fríða, sem skautar háum fannafaldi. Þar er hann
bungubreiður ógnaskjöldur, sem veitt hefur bláum bárum hrauns-
ins fram um dalinn og skapað þingstaðinn, en treður nú jarðeld-
ana fótum. Og skáldið sér sýnir, sem vísindamanninum eru duldar.
Af andagift sinni skynjar það sköpunarsögu fjallsins og landsins
og finnur dulda taug milli náttúrunnar og mannanna.
En hvað vitum við um Skjaldbreið um fram það, sem Jónas
hefur kennt okkur með kvæði sínu og rannsóknum? Flest eldfjöll
á jörðinni hafa hlaðizt upp úr ólíku efni, sem skipar sér í lög eftir
gerð. Kveður þar mest að gjalli og vikri, en á milli verða hraun-
lög. Öll þessi fjöll eru áþekk að útliti og lögun, hallaminnst neðst
við ræturnar, en verða því brattari sem ofar dregur. Þau gjósa
einkum ösku og vikri. Askan berst oft um langa vegu, en vikur
og gjall fellur þéttast niður næst gígnum sjálfum og hleðst þar
upp, unz það hrynur niður sem skriður eða aurstraumar. Hraun
rennur ekki fyrr en af er mesti eldgangurinn, og það rennur aldrei
út úr aðalgígnum efst á fjallinu, heldur brýtur það sér braut gegn-
um gjalllögin ofanvert við miðja lilíð. Þetta veldur lögun slíkra
fjalla, og eru þannig gerð öll hin kunnustu eldfjöll svo sem Vesu-
víus, Etna og Fusi-yama í Japan. Þau nefnast strýtur eða strýtu-