Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 21
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 195 því engar sögur fara af því, hefur verið' harla stórfenglegt og runnið yfir rendur beggja hinna eldri hraunanna. Það hylur alla norðurhlíð fjallsins, frá norðaustri til suðvesturs, og er að heita má alveg gróðurlaust. Það hefst ekki upp í hóla né hnígur í lægðir, eins og flest önnur hraun, heldur hefur það runnið fram jöfnum straumi og orðið þá að stórum, flötum hellum eða löngum hraunrindum með lægðum á milli, sem fylltar eru dökkgráum hraunsalla. 011 þessi hraun hafa undantekningarlaust fallið frá tindi fjalls- ins, en þar uppi verður geysimikill gígur. Að vísu gat ég ekki gengið á fjallið til þess að athuga hann sjálfur, en ég hef það bæði eftir sögusögnum greinagóðra manna, og eins gat ég greint það í sjón- aukanum, því að snjórinn, sem annars liggur efst á fjallinu, hefur ekki fyllt gíginn svo með öllu, að ekki sjáist í hraunhamrana, er lykja um hann.“ Þannig lýsir náttúruskoðarinn, Jónas Hallgrímsson, fjallinu Skjaldbreið. Skáldinu segist annan veg frá. í huga þess er Skjald- breiður fjallið fríða, sem skautar háum fannafaldi. Þar er hann bungubreiður ógnaskjöldur, sem veitt hefur bláum bárum hrauns- ins fram um dalinn og skapað þingstaðinn, en treður nú jarðeld- ana fótum. Og skáldið sér sýnir, sem vísindamanninum eru duldar. Af andagift sinni skynjar það sköpunarsögu fjallsins og landsins og finnur dulda taug milli náttúrunnar og mannanna. En hvað vitum við um Skjaldbreið um fram það, sem Jónas hefur kennt okkur með kvæði sínu og rannsóknum? Flest eldfjöll á jörðinni hafa hlaðizt upp úr ólíku efni, sem skipar sér í lög eftir gerð. Kveður þar mest að gjalli og vikri, en á milli verða hraun- lög. Öll þessi fjöll eru áþekk að útliti og lögun, hallaminnst neðst við ræturnar, en verða því brattari sem ofar dregur. Þau gjósa einkum ösku og vikri. Askan berst oft um langa vegu, en vikur og gjall fellur þéttast niður næst gígnum sjálfum og hleðst þar upp, unz það hrynur niður sem skriður eða aurstraumar. Hraun rennur ekki fyrr en af er mesti eldgangurinn, og það rennur aldrei út úr aðalgígnum efst á fjallinu, heldur brýtur það sér braut gegn- um gjalllögin ofanvert við miðja lilíð. Þetta veldur lögun slíkra fjalla, og eru þannig gerð öll hin kunnustu eldfjöll svo sem Vesu- víus, Etna og Fusi-yama í Japan. Þau nefnast strýtur eða strýtu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.