Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 23
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
197
unum. Hraunrennslið hættir, gígurinn stendur nokkra hríð barma-
fullur af bráðnu, vellandi hrauni, en umhverfis hann hleðst upp
dálítill hringur af síum og sindri frá eldinum. Loks tekur að lækka
í gígnum, hægt og hægt, unz eldhafið frýs og læsist að nýju í fjötra
bergsins. Með þessum hætti gerast dyngjugosin á Hawai, og þannig
hafa þau vafalaust orðið hér. Engir jarðskjálftar eru þeim samfara,
enginn öskumökkur, engar dunur, aðeins vellandi hraun. í slíkum
gosum hafa dyngjurnar hlaðizt upp á þúsundum ára.
Þessi saga er ekki skáldskapur, heldur veruleiki. Enda getur ekk-
ert skáld ort neitt jafn fagurt og stórbrotið sem þetta. Það getur
enginn nema náttúran sjálf.
Nú skulum við aftur víkja að Skjaldbreið. Sá, sem fyrstur gekk
á fjallið, svo að vitað sé, var Sveinn Pálsson, læknir. Það var árið
1792. Næstur honum varð Björn Gunnlaugsson, árið 1833, en hinn
þriðji Þorvaldur Thoroddsen, árið 1883. Síðan hafa margir farið
þangað, eins og kunnugt er. Og nú skulum við hugsa okkur, að við
stæðum á tindi Skjaldbreiðs um bjartan sumardag. Þá er þar ekki
þröng fyrir auga. Allt um kring rísa vörpuleg fjöll yfir bláar auðn-
ir. Við norður ber hin hvítu jökulhvel, í vestri sér yfir Borgar-
fjarðardali, allt til Snæfellsjökuls, en langt í suðri vakir útsærinn.
Efst á fjallinu verður jarðfall firnamikið. Það er um 300 metra að
þvermáli og girt háum hraunhömrum. Þetta er gígurinn, sem gosið
hefur hinum miklu hraunum. Umhverfis hann hefur hlaðizt upp
hringur úr hraunslettum, úr síum og sindri. Hann sést langt að.
Hér er því allt með sömu ummerkjum, sem lýst var frá Mauna Loa,
nema miklu minna. Er því auðvelt að gera sér í hugarlund, hvernig
Skjaldbreiður hafi skapazt. Eftir jökulöldina hefur dalur, mikill og
breiður, gengið suðvestur frá Langjökli, allt til Hengils. Um hann
hafa kvíslazt jökulvötn á breiðum söndum. Innarlega í dalnum
hefur þá að líkindum risið kollóttur fjallshnjúkur, þar sem nú er
Skjaldbreiður, og hefur hann tekið að gjósa skömmu síðar en ísinn
leysti, að því er ætla má. Jörðin opnaðist, líkt og þegar kýli grefur
út, hraunið rann til allra hliða. Um þúsundir ára kom gos eftir gos,
hraun á hraun ofan sem hækkuðu eldfjallið og veittu bráðnu berg-
flóðinu fram um dalinn. Og í hverju gosi brauzt glóandi leðjan í
gígnum, skaut eldsúlum hátt í loft upp, steig og steig, unz hún flóði