Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 23
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 197 unum. Hraunrennslið hættir, gígurinn stendur nokkra hríð barma- fullur af bráðnu, vellandi hrauni, en umhverfis hann hleðst upp dálítill hringur af síum og sindri frá eldinum. Loks tekur að lækka í gígnum, hægt og hægt, unz eldhafið frýs og læsist að nýju í fjötra bergsins. Með þessum hætti gerast dyngjugosin á Hawai, og þannig hafa þau vafalaust orðið hér. Engir jarðskjálftar eru þeim samfara, enginn öskumökkur, engar dunur, aðeins vellandi hraun. í slíkum gosum hafa dyngjurnar hlaðizt upp á þúsundum ára. Þessi saga er ekki skáldskapur, heldur veruleiki. Enda getur ekk- ert skáld ort neitt jafn fagurt og stórbrotið sem þetta. Það getur enginn nema náttúran sjálf. Nú skulum við aftur víkja að Skjaldbreið. Sá, sem fyrstur gekk á fjallið, svo að vitað sé, var Sveinn Pálsson, læknir. Það var árið 1792. Næstur honum varð Björn Gunnlaugsson, árið 1833, en hinn þriðji Þorvaldur Thoroddsen, árið 1883. Síðan hafa margir farið þangað, eins og kunnugt er. Og nú skulum við hugsa okkur, að við stæðum á tindi Skjaldbreiðs um bjartan sumardag. Þá er þar ekki þröng fyrir auga. Allt um kring rísa vörpuleg fjöll yfir bláar auðn- ir. Við norður ber hin hvítu jökulhvel, í vestri sér yfir Borgar- fjarðardali, allt til Snæfellsjökuls, en langt í suðri vakir útsærinn. Efst á fjallinu verður jarðfall firnamikið. Það er um 300 metra að þvermáli og girt háum hraunhömrum. Þetta er gígurinn, sem gosið hefur hinum miklu hraunum. Umhverfis hann hefur hlaðizt upp hringur úr hraunslettum, úr síum og sindri. Hann sést langt að. Hér er því allt með sömu ummerkjum, sem lýst var frá Mauna Loa, nema miklu minna. Er því auðvelt að gera sér í hugarlund, hvernig Skjaldbreiður hafi skapazt. Eftir jökulöldina hefur dalur, mikill og breiður, gengið suðvestur frá Langjökli, allt til Hengils. Um hann hafa kvíslazt jökulvötn á breiðum söndum. Innarlega í dalnum hefur þá að líkindum risið kollóttur fjallshnjúkur, þar sem nú er Skjaldbreiður, og hefur hann tekið að gjósa skömmu síðar en ísinn leysti, að því er ætla má. Jörðin opnaðist, líkt og þegar kýli grefur út, hraunið rann til allra hliða. Um þúsundir ára kom gos eftir gos, hraun á hraun ofan sem hækkuðu eldfjallið og veittu bráðnu berg- flóðinu fram um dalinn. Og í hverju gosi brauzt glóandi leðjan í gígnum, skaut eldsúlum hátt í loft upp, steig og steig, unz hún flóði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.