Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 24
198
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
yfir barmana og féll með flughraða niður hlíðarnar, líkt og gullnir
straumar, sem lýstu langt um hina svölu, norrænu nótt. Og svo —
nokkur þúsund árum áður en landiö byggðist — sauð síðasta gosið
í gígnum, byltist og storknaði, unz eldurinn fjötraðist um ævarandi
tíð.
Síðan Jónas Hallgrímsson leið, hefur litlu verið aukið við þekk-
ingu vora á Skjaldbreið, en við skiljum þó betur sköpun hans og
sköp. Jónas hugði, að hraunin á Þingvelli sjálfum væru runnin frá
Skjaldbreið, en þar skjátlaöist honum. Þessi hraun hafa fallið niður
beggja vegna við Hrafnabjörg, ofan á Skjaldbreiðarhraunin, og eiga
upptök á hálsinum austur frá fellinu, sem glögg merki sér til. En
þetta skiptir minnstu. Um hitt er meira vert, sem rétt er í frásögn
Jónasar, en þó mest um kvæðið, sem hann kvað þjóð sinni þennan
dag, er hann var einn á ferð uppi í Skjaldbreiðarhraunum.
Sumarnótt á Bláskógaheiöi. Þannig endar erindi mitt í kvöld,
urn heiðskíra, svala sumarnótt á Bláskógaheiði fyrir 103 árum, að-
faranótt hins 15. júlí, 1841.
í Efri-Brunnum við Kaldadalsveg er hvítur hestur á beit. En
skammt burtu sefur vegmóður ferðamaður, með vasana fulla af
grjóti. Hann hefur veriö að skoða Skjaldbreið, það var þá líka svo
þarflegt. Og hann er ekki í hávegum hafður, enda á hann varla skó-
þvengsvirði. Skyldi hann vita það sjálfur, hve mikið skáld hann er,
hver sess honum er búinn í sögu þjóðari'nnar, hve samgróinn hann
er öllu því, sem hreint er og fagurt í fari þessa lands? Hann hefur
ekkert ofan á sér, nema daggir næturinnar, samt sefur hann vært,
og víöirinn í Brunnum vefst að höfði honum líkt og lárviðarsveig-
ur, eða þyrnikóróna. Hann sefur rótt að loknu löngu dagsverki og
góðu — um bjarta nótt á Bláskógaheiði.