Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 25
HALLDÓR KILJAN LAXNESS:
Búskopurinn
Ræktun þýðir alnám strjálbýlis
Einhver helzti búfræðingur í Norðlendingafjórðungi, hr. Ólafur
Jónsson, hefur samið ritgerð í búnaðarrit þar nyrðra, sem síðan
var endurprentuð í Degi á Akureyri, og þar las ég hana í sumar.
Þessi höfundur hefur ekki vöflur á. Hann híar sér heldur ekki við
að ganga á móti straumnum. Hann tekur í höfuðmálum landbún-
aðar beina og skarpa afstöðu gegn yfirlýstum vilja bænda og bænda-
samtaka í landinu, um nauðsyn á nýskipun landbúnaðar. Kjarninn
í ritgerð hans er sá, að hér á íslandi skuli ekki reka landbúnað
með nútímaverkfærum. Sú niöurstaða, sem ein skiptir máli, og öll
rök hans hníga að, er þessi: „Að hugsa sér landbúnað okkar rek-
inn á vélrænum grundvelli .... er barnaskapur“ Með öðrum orð-
um, bændur skulu halda áfram að naga þúfnakargann með amboð-
um frá 10. öld, en þreyta þess í milli maraþonhlaup við eldstyggt
sauðfé upp um fjöll og firnindi, — unz þeir flosna upp og flytja á
mölina yfirbugaðir menn.
Það þarf sérstaka hörku til að láta þennan hnefa ríða um nasir
bænda einmitt nú, á því ári 1944, þegar lifsvon þessarar atvinnu-
stéttar, hugsjón og krafa er innleiðsla nútímaverkfæra, þ. e. a. s.
„vélrænn grundvöllur“, og þar með sú bylting í vinnubrögöum,
sem hlýtur að leiða til nýskipunar.
Það er algengt, að menn leiðist út í ofstækisfullar staðhæfingar,
þegar þeim hleypur kapp í kinn í þrætu. Slíkt hugarástand hlýtur að
valda, þegar hr. Ó. J. mælir því í gegn, að notaðar séu vélar við
landbúnað hér á landi: hann gleymir því, að enn er ekki þekkt sú
tegund mannfólks á jörðinni, sem ekki notar vél. Vélin, flókin eða
einföld, er það, sem maðurinn hefur umfram dýrin í starfi sínu.
Verkfærið gerir manninn að manni. Þegar nýskipunarmenn land-
búnaðarmála deila við aftuíhaldsmenn um aðferðir í landbúnaði