Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 26
200 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á íslandi, þá stendur deilan alls ekki um það, hvort eigi að nota vélar eða ekki, því jafnvel hinum mesta afturhaldsmanni dettur ekki í hug að halda því fram, að menn skuli bíta gras með tönnunum; um hitt er deilt, hvort íslenzkir bændur eigi nú, árið 1944 eða 45, að nota vélar frá tíundu öld, eins og t. d. orf og ljá, ellegar vélar frá tuttugustu öld. Afturhaldsmenn, sem ég vil í þessu falli nefna óvini landbúnaðarins, vilja að íslenzkir bændur erji með frum- stæðum handverkfærum, sem þýðir að við skulum lifa á því sið- menningarstigi sem var meðal bænda í Evrópu á tímum Karla- magnúsar; en íslenzkir bændur sjálfir krefjast allir sem einn nú- tímastarfshátta í atvinnugrein sinni af þeirri einföldu ástæðu, að það varðar líf þeirra. Ályktarorðum Olafs búfræðings Jónssonar gegn landbúnaði á vélrænum grundvelli má hinsvegar segja til hróss, að þau eru að minnsta kosti heiðarlegt afturhald. Ballið byrjar, þegar grautarhöf- uðin taka að þeyta lúðra sína. I blöðum afturhaldsklíku einnar í Reykjavík og Akureyri má að jafnaði lesa, að bændur eigi reyndar að hafa nútímaverkfæri og rækta lönd sín, en höfuðnauðsynin um- fram allt annað sé þó viðhald strólbýlisins, því þar undir sé komin menning landsins. Þessir hugsuðir segja, að búskapur í strjálbýli sé ekki aðeins íslendingseðlið sjálft, heldur sé það fortakslaust mjög hátt siðferðisstig og dyggð að hafa langt á milli bæja, búa síðan búskaparins vegna og rækta ræktunarinnar vegna til að göfga sálina, án þess slík starfsemi hafi nokkurt þjóðfélagslegt markmið eða hagrænt gildi. Þetta er sú gamla góða kenning um l’art pour l’art. Landbúnað á að stunda sem fagra en óarðgæfa list, og ef bæiulur hafa hvorki í sig né á, þá skal fá þeim hundrað miljón krónur af almannafé undir allskonar yfirskyni, svo þeir geti haldið áfram í lengstu lög þessu samblandi af meinlætalifnaði og sporti. Þessum hugsuðum er fyrirmunað að skilja, að því fer fjarri að strjálbýli (þeir segja „dreifbýli“, sem er óþekkt orð hér sunnan- lands) sé til komið af dyggð, Islendingseðli eða háu siðgæði, lieldur er það bein afleiðing hinna fornu villimannlegu búskaparhátta, sem hér hafa verið stundaðir í meira en þúsund ár, rán„yrkjunnar“. Rányrkjan, sem byggist á grundvallaratriði öfugu við ræktun, land- níðslu, krafðist mikils landrýmis fyrir hvert bú í hrjóstrugu landi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.