Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 31
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
205
skipa t. d. svo fyrir, að hver kýr skuli að minnsta kosti einu sinni
á mánuði ganga undir dýralæknisskoðun. Ef sjúkdómur finnst, sem
spillir mjólkinni, verður ekki aðeins sjúklingurinn, heldur kúabúið
allt að hlíta sérstökum ráðstöfunum og mjólkursala fær ekki að
halda áfram frá búinu nema ströngum skilyrðum sé fullnægt. Hverj-
um mjólkurbónda ber að hlíta fyrirskipunum dýralækuis um fóðrun
og hirðingu nautpeningsins. Um birtu og loftræstingu fjóssins eru
sérstakar reglur, sömuleiðis nákvæm fyrirmæli um hreinsun fjóss-
ins. Til dæmis er algerð ræstun, þvottur fjóssins hátt og lágt, fyrir-
skipuð tvisvar á ári, og skal fjósið að lokinni hreingerningu borið
kalkupplausn. Ekki má selja mjólk úr kúm með flórlæri, enda þótt
aðeins sé um að ræða þurra klepra, reglur settar um klippingu
kúnna tvisvar á ári. Ennfremur nákvæmar reglur um þrifnað við
mjaltir, sem ekki er hægt að líkja við annað en þrifnað þann, sem
læknar hafa um hönd á lækningastofum; loks um alla meðferð
mjólkurinnar frá því hún er dregin úr kúnum, þar á meðal for-
skriftir um hreinlæti og sótthreinsun í búri þar sem mjólkin er
geymd, unz hún er send á markað.
Nú dettur mér ekki í hug að efast um, að til séu íslenzk kúabú,
sem gæta sæmilega hreinlætis um meðferð mjólkur, en tveir þekktir
læknar, sem gerðu hér hreinlætisrannsókn á mjólk, fundu, að það
gerlainnihald, sem stafar af skarni í mjólkinni (kólíbakteríur) er
20 hér á móti 1 í Danmörku. Nú er það að vísu ekki endilega lífs-
hættulegt að éta skít, en ef hlutfallið er rétt, þá er þetta helzti mikill
munur á þrifnaði í tveim löndum og virðist benda til þess, að við
íslendingar eigum lilla samstöðu með Norðurlandamönnum.
Amerikumaður sagði við íslending, er þeir gengu saman á götu
hér í sumar, og mættu fólki með fötur og opnar könnur: Hjá okkur
er bannað að selja mjólk öðruvísi en í lokuðum flöskum.
íslendingurinn: Hjá okkur er bannað að selja mjólk á flöskum.
Sú pólitíska afturhaldsklíka, sem hér ræður yfir mjólk, gerði
heyrinkunnugt fyrir nokkrum árum, að ekki væri hægt í allri Ame-
riku að útvega lok á mjólkurflöskur, og fékk sett bann við því, að
mjólk væri afgreidd hér með þeim aðferðum, sem alstaðar eru hafð-
ar í siðuðum löndum. Þetta er að vísu allótrúleg saga um land
mjólkurflöskulokanna, enda skýrði heildsali nokkur í Reykjavik frá