Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 36
210 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrir liersveitum Hitlers og annarra slíkra, sem hafa verið þjálf- aðar í því sérstaklega að drepa með sér hvern neista af mannúð og samúð, sem kynni að kvikna í brjóstum þeirra við það t. d. að sjá 70 tn. skriðdreka mala undir sér þéttskipaða hópa saklauss flótta- fólks á vegum Frakklands í byrjun þessa ófriðar og aðrar ógnir nútíma hernaðar. Til þess að mæta slíkum ógnum og koma í veg fyrir þær, þarf sterkara hervald og þrauthugsaðar hagfræðilegar áætlanir um viðskiptamál og fjármál, samfara viljanum og getunni til þess að framkvæma þær. í Versölum 1918 átti að tryggja heimsfriðinn. En hver varð út- koman? A Versala-ráðstefnunni ríkti sjónarmið síngirninnar, þar sem hver og einn einblíndi á hagsmuni síns eigin heimalands, og stórþjóðirnar tefldu smáþjóðunum fram hverri gegn annarri, í hat- römmum deilum umsmálandskika, til hagsfyrir stórveldastefnu sína. Hver þjóð kepptist síðan við að framleiða í skjóli síhækkandi toll- múra, án tillits til heimsviðskiptanna, þar til atvinnuleysið og krepp- an skall yfir eins og reiðarslag, og í kjölfar hennar, sennilega óhjá- kvæmilega, stríðið, þeim mun ægilegra hinu fyrra heimsstríði sem tækniframfarir hafa verið stórstígari á hinu svonefnda friðartímabili en nokkru sinni áður. Vandamál þjóðanna voru því á engan hátt leyst, eða lausn þeirra fól í sér andhverfu sína. Versalasáttmálinn, sem átti að knésetja Þjóðverja og gera þeim ókleift að heyja fleiri árásarstríð, varð einskonar gróðrarstía, ef svo mætti segja, fyrir pestarsýkil nazismans. Hitler hóf allar áróðursræður sínar á tilvís- un til friðarsáttmálans í Versölum. Og það gat liann gert vegna þess, að þar hafði ekki ríkt sá andi, sem gaf nokkra minnstu von um varanlega lausn alþjóðavandamála. Starfsemi Þjóðabandalagsins varð alger vonbrigði fyrir þá, sem höfðu gert sér vonir um, að það mundi halda friðspillunum í skefjum og tryggja varanlegan frið. Til þess vantaði Þjóðabandalagið allt, nema nafnið. Ef það hefur viljað vel og verið annað en verkfæri í hendi auðjöfranna, sem drottnuðu á heimsmarkaðinum, þá vantaði það valdið til þess að framkvæma sinn góða vilja; það hafði ekkert fjármagn yfir að ráða og ekkert vopnavald. Það varð því að vera algerlega upp á náð voldugra félaga sinna komið, sem sín á milli háðu hatrammt viðskiptastríð, og gátu því ekki komið sér saman um refsiaðgerðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.