Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 36
210
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fyrir liersveitum Hitlers og annarra slíkra, sem hafa verið þjálf-
aðar í því sérstaklega að drepa með sér hvern neista af mannúð og
samúð, sem kynni að kvikna í brjóstum þeirra við það t. d. að sjá
70 tn. skriðdreka mala undir sér þéttskipaða hópa saklauss flótta-
fólks á vegum Frakklands í byrjun þessa ófriðar og aðrar ógnir
nútíma hernaðar. Til þess að mæta slíkum ógnum og koma í veg
fyrir þær, þarf sterkara hervald og þrauthugsaðar hagfræðilegar
áætlanir um viðskiptamál og fjármál, samfara viljanum og getunni
til þess að framkvæma þær.
í Versölum 1918 átti að tryggja heimsfriðinn. En hver varð út-
koman? A Versala-ráðstefnunni ríkti sjónarmið síngirninnar, þar
sem hver og einn einblíndi á hagsmuni síns eigin heimalands, og
stórþjóðirnar tefldu smáþjóðunum fram hverri gegn annarri, í hat-
römmum deilum umsmálandskika, til hagsfyrir stórveldastefnu sína.
Hver þjóð kepptist síðan við að framleiða í skjóli síhækkandi toll-
múra, án tillits til heimsviðskiptanna, þar til atvinnuleysið og krepp-
an skall yfir eins og reiðarslag, og í kjölfar hennar, sennilega óhjá-
kvæmilega, stríðið, þeim mun ægilegra hinu fyrra heimsstríði sem
tækniframfarir hafa verið stórstígari á hinu svonefnda friðartímabili
en nokkru sinni áður. Vandamál þjóðanna voru því á engan hátt
leyst, eða lausn þeirra fól í sér andhverfu sína. Versalasáttmálinn,
sem átti að knésetja Þjóðverja og gera þeim ókleift að heyja fleiri
árásarstríð, varð einskonar gróðrarstía, ef svo mætti segja, fyrir
pestarsýkil nazismans. Hitler hóf allar áróðursræður sínar á tilvís-
un til friðarsáttmálans í Versölum. Og það gat liann gert vegna þess,
að þar hafði ekki ríkt sá andi, sem gaf nokkra minnstu von um
varanlega lausn alþjóðavandamála. Starfsemi Þjóðabandalagsins
varð alger vonbrigði fyrir þá, sem höfðu gert sér vonir um, að
það mundi halda friðspillunum í skefjum og tryggja varanlegan
frið. Til þess vantaði Þjóðabandalagið allt, nema nafnið. Ef það
hefur viljað vel og verið annað en verkfæri í hendi auðjöfranna,
sem drottnuðu á heimsmarkaðinum, þá vantaði það valdið til þess
að framkvæma sinn góða vilja; það hafði ekkert fjármagn yfir að
ráða og ekkert vopnavald. Það varð því að vera algerlega upp á
náð voldugra félaga sinna komið, sem sín á milli háðu hatrammt
viðskiptastríð, og gátu því ekki komið sér saman um refsiaðgerðir