Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 39
HENRY MORGENTHAU, JR.:
LOKAÁVARP
til ráðstejnunnar í Bretlon Woods, júní 1944
Það gleður mig að geta sagt, að ráðstefnan í Bretton Woods
hefur lokið verkefni sínu með prýði.
Það var, eins og okkur var ljóst þegar í byrjun, erfitt hlutverk, er
fól í sér flókin tæknileg vandamál. Við komum hingað til þess að
finna ráð við því fjármálaöngþveiti, sem var ríkjandi fyrir núver-
andi ófrið og birtist í kapphlaupi um lækkun gjaldeyris og reisn
tollmúra. I þessu tilliti hefur okkur tekizt vel.
Það má vel vera, að samkomulag á sviði fjármála og viðskipta
sé almenningi æði-óskiljanlegt í smáatriðum. Og þó snertir kjarni
þess velferð og daglega afkomu almennings. Það, sem við hér í
Bretton Woods höfum gert, er að upphugsa tæki til þess að menn
og konur hvar sem eru gætu á traustan, frjálsan hátt og heiðarlegan
skipzt á vörum, er þau hafa framleitt með heiðarlegri vinnu. Og
við höfum lagt grundvöll að því, að þjóðir heims verði færar um
að hjálpa hver annarri fjárhagslega til gagnkvæmra hagsbóta og
vaxandi auðsældar.
Fulltrúar hinna 44 þjóða drógu enga dul á skoðanamismun og
náðu samkomulagi, sem byggðist á raunhæfum skilningi. Engin
þeirra þjóða, sem hér um ræðir, hafði mál sitt fram til fulls. Við
höfum hliðrað til hver fyrir öðrum, ekki samt með tilliti til grund-
vallarskoðana, lieldur með tilliti til aðferða og hegðunar í smá-
atriðum. Sú staðreynd, að þetta var gert, og gert með vinarþeli og
gagnkvæmu trausti, finnst mér vera gleðilegt og huggunarríkt tákn
vorra tíma. Hér er tákn, sem lýsir út við sjóndeildarhringinn, skrif-
að skýrum stöfum við fótskör framtíðarinnar — tákn handa mönn-
unum á vígvöllunum, handa þeim, sem vinna í kolanámunum, við
myllurnar og á ökrum úti, tákn handa syrgjandi konum, sem óttast,
að stríðsófreskjan muni herja eina kynslóðina enn — tákn þess,
að fólkinu á jörðunni sé farið að lærast að taka höndum saman og
vinna í eindrægni.
Sú barnalega skoðun á sér stað, að verndun þjóðlegra hagsmuna