Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 41
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 215 þola viðvarandi eða umfangsmikið atvinnuleysi. Það er óhjákvæmi- legt að endurnýja alþjóðaviðskipti, ef takast á að hafa atvinnu handa öllum á friðartímum við þau lífskjör, sem leyfi skynsam- legum vonum manna að rætast. Hver eru frumskilyrði til þess að viðskipti meðal þjóðanna geti blómgazt á ný? í fyrsta lagi verður að vera fyrir hendi sæmilega stöðugur al- þjóða-myntgrundvöllur, er allar þjóðir geta miðað við, án þess að fórna raunverulegu athafnafrelsi til þess að mæta fjárhagsvanda- málum heima fyrir. Þetta á að koma í staðinn fyrir hinar örvæntingarfullu aðferðir frá fyrri tímum — kapphlaup um gengisfall, óhemju tolhnúrar, ó- hagkvæm vöruskiptaverzlun, margvíslegar gengis-ráðstafanir og ó- nauðsynlegar gjaldeyrishömlur — sem stjórnarvöldin reyndu af veikum mætti að beita til örvunar atvinnulífi og viðhalds sæmilegra lífskjara. En við rannsókn kemur í ljós, að þessar ráðstafanir leiða eingöngu til heimskreppu og jafnvel styrjalda. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, sem samþykkt var að stofna í Bretton Woods, mun hjálpa til að lækna þetta ástand. í öðru lagi verður að vera hægt að veita með skaplegum kjör- um lán til langs tíma til þeirra landa, þar sem iðnaður og landbún- aður hefur verið eyðilagður, ýmist af grimmum innrásarher eða af eigin verjendum í hetjulegri baráttu um hvert fótmál jarðar. Ennfremur verður að veita aðstoð með löngum lánum þeim þjóð- um, sem skemmst eru komnar viðskiptalega, til þess að þær eigi hægar með að byggja upp iðnað sinn og auka iðnaðar- og land- búnaðarframleiðslu sína. Það er nauðsyn okkar allra, að þessar þjóðir taki fyllilega sinn þátt í dreifing varanna um heiminn. Þær verða að vera færar um að framleiða og selja, ef þær eiga að vera færar um að kaupa og neyta. Alþjóðabanka til endurreisn- ar og þróunar er ætlað að leysa þennan vanda. Þessi bankastofnun hefur sætt gagnrýni nokkurra bankaeigenda og örfárra viðskiptafræðinga. Stofnun sú, sem ákveðin var í Bretton Woods, mun vissulega takmarka þau áhrif, sem einstaka einka- bankar höfðu áður á alþjóða fjármál. Hins vegar mun hún engan veginn takmarka það svæði, sem bankaeigendur geta veitt til fjár-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.