Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 41
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
215
þola viðvarandi eða umfangsmikið atvinnuleysi. Það er óhjákvæmi-
legt að endurnýja alþjóðaviðskipti, ef takast á að hafa atvinnu
handa öllum á friðartímum við þau lífskjör, sem leyfi skynsam-
legum vonum manna að rætast.
Hver eru frumskilyrði til þess að viðskipti meðal þjóðanna geti
blómgazt á ný?
í fyrsta lagi verður að vera fyrir hendi sæmilega stöðugur al-
þjóða-myntgrundvöllur, er allar þjóðir geta miðað við, án þess að
fórna raunverulegu athafnafrelsi til þess að mæta fjárhagsvanda-
málum heima fyrir.
Þetta á að koma í staðinn fyrir hinar örvæntingarfullu aðferðir
frá fyrri tímum — kapphlaup um gengisfall, óhemju tolhnúrar, ó-
hagkvæm vöruskiptaverzlun, margvíslegar gengis-ráðstafanir og ó-
nauðsynlegar gjaldeyrishömlur — sem stjórnarvöldin reyndu af
veikum mætti að beita til örvunar atvinnulífi og viðhalds sæmilegra
lífskjara. En við rannsókn kemur í ljós, að þessar ráðstafanir leiða
eingöngu til heimskreppu og jafnvel styrjalda. Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn, sem samþykkt var að stofna í Bretton Woods, mun hjálpa
til að lækna þetta ástand.
í öðru lagi verður að vera hægt að veita með skaplegum kjör-
um lán til langs tíma til þeirra landa, þar sem iðnaður og landbún-
aður hefur verið eyðilagður, ýmist af grimmum innrásarher eða af
eigin verjendum í hetjulegri baráttu um hvert fótmál jarðar.
Ennfremur verður að veita aðstoð með löngum lánum þeim þjóð-
um, sem skemmst eru komnar viðskiptalega, til þess að þær eigi
hægar með að byggja upp iðnað sinn og auka iðnaðar- og land-
búnaðarframleiðslu sína. Það er nauðsyn okkar allra, að þessar
þjóðir taki fyllilega sinn þátt í dreifing varanna um heiminn.
Þær verða að vera færar um að framleiða og selja, ef þær eiga
að vera færar um að kaupa og neyta. Alþjóðabanka til endurreisn-
ar og þróunar er ætlað að leysa þennan vanda.
Þessi bankastofnun hefur sætt gagnrýni nokkurra bankaeigenda
og örfárra viðskiptafræðinga. Stofnun sú, sem ákveðin var í Bretton
Woods, mun vissulega takmarka þau áhrif, sem einstaka einka-
bankar höfðu áður á alþjóða fjármál. Hins vegar mun hún engan
veginn takmarka það svæði, sem bankaeigendur geta veitt til fjár-