Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 49
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
223
megindrottnjingin | manna og j engla,
enda njóta hendingar (-ing- og eng-) sín þá betur. — Smámunir!
Að vísu, en engu skáldi mun þó standa alveg á sama hvernig farið
er með kveðskap þess.
Um suma ljóðasmiði síðari alda sem ort hafa erindi í fornum
stíl hefur stundum verið svo að orði komizt að þeim hafi tekizt svo
vel að engu sé líkara en hér hafi skáld fornaldar sjálf verið að verki.
Hitt er þó sönnu nær, að það mun einkar fátítt að slíkar vísu væru
líklegar til að geta blekkt nokkurn þann sem dýpra hefur komizt í
fornum bragreglum en rétt að kynna sér yzta borðið. Hér skal nefnt
eitt lítið dæmi. Fyrir nálega 100 árum flutti Jón Thoroddsen þrjár
dróttkveðnar vísur í samsæti Hafnar-Islendinga á gamlárskvöld og
færði í þeim íslandi heillaóskir. Miðvísan er þannig:
Verði blíða veðurs,
víðir blómgi hlíðar,
veiðist vel á miðum,
vaxi gengdin laxa,
glitri grund og flötur,
grói tún og flói,
neytist afl til nota,
nýtist allt til hlítar!
Af þessum átta ljóðlínum fengju aðeins tvær staðizt ef gert væri
ráð fyrir fornum framburði á orðunum: „víðir blómgi hlíðar“ og
„vaxi gengdin laxa“. Að vísu er hér ekki um beina stælingu forn-
vísna að ræða, heldur er kveðið á nútímamáli undir fornum hætti.
En þó að tekin væru einhver fornyrtari dæmi frá síðari öldum yrði
niðurstaðan víðast eitthvað svipuð.
Málið er efniviður ljóðasmiðsins, og hljóðbreytingar þess hafa
einatt í för með sér umskipti á aðstöðu hans. Það er t. d. auðsætt
að þegar gömlu stuttu samstöfurnar tognuðu og urðu jafnlangar
hinum, var íslenzkum skáldum drjúgum auðveldara að yrkja á eftir,
því að nú var hvorttveggja liðið jafnhlutgengt, í stað þess að áður
varð að raða eftir gildi. Um svipað leyti jókst einnig svigrúm skáld-
anna á annan hátt við það að hljóðið y hvarf úr málinu og rann
saman við i; eftir það var unnt að ríma saman fjölda orða sem
áður voru sundurgreind að hljóði, svo sem lind og synd, skilja og