Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 50
224
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hylja, ís og mýs, skína og sýna. Ef við berum saman færeysku og
íslenzku, sjáum við glöggt hvernig ýmislegur samruni hljóðanna
hefur lagt færeyskum skáldum í hendur fjölda rímmöguleika sem
Islendingar verða án að vera. Þau geta rímað breiða og eiga, herða
og gera, tala og mœla, œr og garð. Eitt erindi í Jijóðsöng Færeyinga
hljóðar svo:
Mítt fpðiland tað er ei stórt
sum onnur lond,
men so væl hevur Gud tað gjort
við síni hond,
at alla tíð tað til sín dregur
hjarta mítt,
tí rúm tað best í Fóroyum hevur
at sláa frítt.
Þetta þykir okkur við fyrstu sýn slælega kveðið. En þegar við vitum
að ó í stórt er framborið eins og ó', og að g í dregur hefur breytzt
í v, verður augljóst að kveðandi er hér lýtalaus. Samt öfunda ég
Færeyinga ekki af þessum hljóðbreytingum, alveg eins og mér
virðist það eittlivert mesta óhapp sem drifið hefur á daga íslenzks
máls að Jiað glataði y-hljóðinu; Jiar hefur farið á eftir ýmiss konar
óskýrleikur og glundroði. Það er líka næsta einkennilegt að einmitt
á 16. öld, þegar stuttar samstöfur lengjast og y-hljóðið er að hverfa,
verður sýn afturför í formfeslu íslenzkrar ljóðagerðar, eins og slak-
að sé á öllum kröfum.
Meðal síðustu kynslóða höfum við séð þess mörg dæmi að skáld
sem uppalin eru við þá ósvinnu að bera hv fram eins og kv (segja
kvílur og kvað og kvass), stuðla hv á móti k-i. Ekki verður að svo
stöddu sagt með vissu hvort nokkur maður hefur leyft sér Jietta fyrr
en á öndverðri 19. öld, enda átti framburður þessi sér Jrá litla stoð.
En skáldum þeim er ekki hafa verið þess umkomin að hrista þetta
af sér má skipta í tvennt. Sum stuðla einlægt sitt á hvað, svo að
lesandinn veit aldrei hvar hann hefur Jrau. Gott dæmi er þessi vísa
sem Káinn orti vestan hafs:
Kæra foldin kennd við snjó,
hvað ég feginn yrði,
mætti holdið hvíla í ró
heima í Eyjafirði.