Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 51
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
225
Sá sem með vísuna fer neyðist fyrst til að segja kvað, annars fer
allt úr reipunum. En haldi hann svo uppteknum hætti og segi kvíla,
gliðnar seinni parturinn í sundur. Þá er nærri því skárra að hlíta
við hin skáldin, sem láta hv einlægt gilda sem kv. án þess að hafa á
því neinn hálfverknað, og getur þó orðið fullhart undir að búa, eins
og þegar vísa byrjar svo:
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
,þú komst með vor í augum þér.
I þúsund ár hefðu öll íslenzk skáld látið sér sæma að hafa h í
höfuðstaf á eftir línu sem endaði á orðunum „hvítum hesti“.
Með þessum athugasemdum er komið að því auðkenni íslenzkrar
ljóðagerðar sem nú orðið greinir hana frá öllum öðrum skáldskap
í veröldinni. Það er stuðlasetningin.
Við tölum að dæmi Snorra Sturlusonar um stuðla: 0 /ögur er
vor /ósturjörð, og höfuðstaf: um /ríða sumardaga; en oft getur
verið þarflegt að hafa eitt orð um hvorttveggja, og verður hér á
eftir gripið til þess úrræðis, þar sem engum misskilningi getur
valdið, að láta fleirtöluna ‘stuðlar’ einnig fela í sér höfuðstafinn.
Annars er stundum sagt Ijóðstafir, en það orð hefur þann galla að
það leiðir hugann fullmikið að rituðu máli. Stuðlar eru, eins og
alkunnugt er, tíðast þannig að annaðhvort eru þrír sérhljóðar, „og
er fegra að sinn hljóðstafur sé hver þeirra“ segir Snorri: „Þegar ég
geng út og inn og ekkert hef að gera“, — ellegar sami samhljóð-
andinn er þrítekinn: „iiugsa ég um /iringinn minn Avar hann muni
vera“. Enginn nútímakveðskapur annar en íslenzkur hefur stuðla
er skipað sé með svo reglubundnum hætti. Þó ber það einstöku
sinnum við er við lesum erlend ljóð að við rekumst á línur sem láta
einkennilega kunnuglega í eyrum, eins og þegar Burns byrjar eitt
nafntogaðasta kvæði sitt:
Thou lingering star, with lessening ray,
that lovest to greet the early n)orn,
eða þetta hjá Goethe:
Sieht mit Rosen sich umgeben,
selbst wie eine Rose jung,
15